Gjöööörbreytt landslag

mbl.is 27 nýir þingmenn

Mikil bylting hefur orðið í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur umboð 23,7% kjósenda til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni á íslenskri náttúru og efnahagslífi.

Lufsa hans Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum rak hér um langt árabil efnahagsstefnu sem gerði okkur gjaldþrota auk þess að halda öllu sem máli skipti leyndu fyrir þjóðinni, fær 14,8%, samtals 38,5% atkvæða.

Halda áfram að lesa

Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka

Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.

Halda áfram að lesa

Lýðræði er kjaftæði

Lýðræðið sem við búum við er undarlegt stjórnfyrirkomulag. Lýsa má ferli þess í 7 skrefum

1 Aðdragandi kosninga.
Á þessu stigi taka sig saman hópar fólks sem telja sig öðrum hæfari til að hugsa fyrir fjöldann og ráðskast með örlög hans, gefa kjósendum ýmis loforð sem útilokað er að þeir gætu staðið við þótt þeir vildu, og reyna jafnframt að sannfæra lýðinn um að allir hinir hóparnir séu vanhæfir og vinni af óheilindum. Halda áfram að lesa

Sár út í Steingrím

Þegar Steingrímur stakk upp á netlöggu var ég sannfærð um að hann hefði sagt þetta í andartaks hugsunarleysi. Í dag hefur Blaðið svo eftir honum að þessi aukaframboð trufli umræðuna og þegar maður sér dæmigerðum fasitahugsunarhætti bregða fyrir hjá sama manninum hvað eftir annað, fer maður að efast um yfirlýsta lýðræðisást hans.

Auðvitað er það ergilegt fyrir flokk sem lengst af hefur verið litlinn-þinn á þingi en sér loksins fram á að komast til valda þegar önnur smáframboð blanda sér í slaginn. Framboð sem jafnvel hugnast einhverjum sem annars hefðu kosið litlan-sinn. Já og vissulega væri skilvirkara að hafa færri flokka í framboði. Það allra skilvirkasta væri auðvitað að hafa bara einvald. Ég get vel skilið að Steingrímur og fleiri froðufelli yfir nýjum framboðum í góðra vina hópi en á meðan við þykjumst vera lýðræðisríki er það algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn leyfi sér að gagnrýna opinberlega annan flokk fyrir nokkurt annað en stefnu hans og málflutning. Það kemur málinu ekkert við hvort flokkur er lítill, nýr eða skipaður einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi.

Sú hugmynd að nýir flokkar, sem hugsanlega eiga eftir að vaxa og mynda ríkisstjórn, séu einhverskonar aðskotadýr sem trufli umræðuna í stað þess að leggja eitthvað til málanna, er í meira lagi ólýðræðisleg og ég virkilega sár yfir því að maður sem er í forsvari fyrir þann flokk sem heldur lýðræðinu hvað mest á lofti skuli að láta annað eins út úr sér.

Vonandi er Steingrímur einn minna flokksbræðra um þessa skoðun.