Þetta er orðið gott (Örbloggið)

Efst á baugi

Þetta er komið gott!

Ég heyri þennan samslátt nokkuð oft og er hreint ekki hrifin. Hér er tveimur orðatiltækjum slegið saman án þess að það þjóni neinum tilgangi. Það er ekkert erfiðara að segja nú er komið nóg eða þetta er orðið gott og það fæst enginn merkingarauki út úr því að blanda þessu saman. Það er ekki einu sinni fyndið.

Vælandi lögmenn

Flestir eru nú orðnir fórnarlömb. Ekki hvarflaði að mér þegar ég ákvað að læra lögfræði að ég væri með því að ganga inn í væluskjóðusamfélag. Hvers vegna ætti meira en helmingur þeirra sem læra lögfræði að verða lögmenn – það eru margir aðrir kostir í boði, t.d. þægileg störf hjá ríkinu. Og af hverju ættu dómstólar að taka tillit til álagsins á lögmönnum? Þeir sem reka lögmannsstofur geta oftast stjórnað því hversu mörg og stór verkefni þeir taka að sér og ef þeir eru með of mikið á sinni könnu eiga þeir bara að ráða fleira fólk.

Það er bara fínt, ef rétt er, að svona margir lögfræðingar stefna ekki á lögmennsku og kannski ekki einu sinni á vinnu sem lögfræðingar. Það er þá ekki ástæða til að ætla að róbótavæðingin muni valda verulegu atvinnuleysi meðal lögfræðinga. Og kannski bara kostur að þeir sem héldu að lögmenn þyrfu ekki að vinna fyrir laununum sínum eins og annað fólk finni sér eitthvað annað að gera.

Bandarísk stjórnvöld skella skuldinni á þolendur

Segir Palestínu hafna friðarumleitunum

Þessir níðingar hafa hrakið milljónir manns á flótta og haldið öðrum milljónum í heljargreipum í nærfellt 70 ár. Þeir byggja heilu þorpin inni á land Palestínu í trássi við alþjóðalög, hrekja fólk út af heimilum sínum og yfirtaka íbúðarhúsnæði og fyrirtæki. hindra ferðir fólks daglega, hindra aðgang að vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjum, reisa kolólöglegan aðskilnaðarmúr, fremja handahófskenndar húsleitir, handtaka fólk að geðþótta hermanna og halda fólki í fangelsi árum saman án þess að upplýsa það um sakarefnið, pynta fanga, halda hlífiskildi yfir landræningjum sem fremja glæpi gagnvart Palestínumönnum, brjóta gagnvart hverju einasta ákvæði mannréttindasáttmála sem þeir hafa sjálfir samþykkt. Saka svo Palestínumenn um skort á sáttavilja þegar þeir kyngja því ekki bara að þeir sölsi alla Jerúsalem undir sig líka. Hvað kallar maður valdhafa sem eru sannfærðir um að þeir hafi umboð frá almættinu til að hegða sér svona? Og hvað kallar maður Bandaríkjamenn sem styðja þá í þessu öllu og taka heilshugar undir þá skoðun að Palestínumenn eigi bara kyngja þessu?

Umræðan um Gillz

Umræðan um Gillz er komin út í meiri steypu en ég hefði getað ímyndað mér. Þessi gaur er ekki pólitískur frekar en ég fitness frík. Hann kallaði alla sem fóru í taugarnar á honum rasshausa, það hafði ekkert með póitík eða mótmæli að gera. Allir sem hafa lesið innganginn að þessum alræmda subbupistli hans sjá að þetta var skelfilega lélegt grín en ekki hótanir. Nú er allt í einu búið að spyrða hann við mótmæli, ýmist sem hvatamann þeirra eða andstæðing. Þetta er eiginlega of fráleitt til þess að maður trúi því að fólk sem vill láta líta á sig sem marktækt láti svona steypu frá sér.

Er 6 vikna nálgunarbann nóg?

https://pixabay.com/p-1816400/?no_redirectHæstiréttur hefur staðfest 6 vikna nálgunarbann yfir móður sem beitti dóttur sína ítrekuðu ofbeldi.

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að sjá nálgunarbanni beitt, það virðist mikil tregða til þess í kerfinu. En hvaða gagn á 6 vikna nálgunarbann að gera? Gefa fórnarlambinu smá hlé frá ofsóknum? Tilgangurinn með nálgunarbanni er bæði sá að tryggja öryggi brotaþola og að forða honum frá þeim sálarkvölum sem fylgja því að vera lagður í einelti. Það má reikna með að það taki flesta lengri tíma en 6 vikur að jafna sig af slíkri reynslu.

Nálgunarbann er ekki mjög íþyngjandi. Getur helst haft áhrif þegar hrellir og brotaþoli tilheyra mjög litlu samfélagi eða ef bannið hefur þau áhrif að gerandinn ætti í vandræðum með að stunda vinnu eða sækja almenna þjónustu.

Auðvitað ætti nálgunarbann að gilda að lágmarki í 6 mánuði og reyndar finnst mér að hrellirinn ætti að þurfa að sækja sérstaklega um niðurfellingu nálgunarbanns eða tilslakanir. Ef nálgunarbann er í alvöru íþyngjandi mætti þá beita vægara afbrigði af því, t.d. þannig að hrellirinn mætti ekki setja sig í samband við brotaþola að fyrra bragði og ekki gefa sig að honum þótt hann sé staddur á sama stað. Gerandinn þyrfti þannig ekki að láta sig hverfa þótt brotaþoli mætti á sömu leiksýningu og hann og hann gæti a.m.k. mætt í jarðarfarir í fjölskyldunni með því skilyrði að hann/hún láti brotaþola algerlega í friði.

Ég skrifaði um nálgunarbann hér

Ljósmynd: Pixabay

Sirkus og þingkosningar

Myndin er eftir Bernard Spragg https://c1.staticflickr.com/8/7412/9101944483_f652edf71f_b.jpg

Best er að hafa á þingi þæga trúða sem gera eins og Flokkseigendafélag Íslands vill

Eftir gífurlega vel heppnaða kennslustund kom samnemandi að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði að kjósa og hvernig mér þætti að hafa þingkosningar á hverju ári. Sá er Íri og hefur fylgst með íslenskri póltík frá því í hruninu og fær oft annað sjónarhorn en það sem heimspressan býður upp á, í gegnum íslenska vinkonu sína.

Hann sagði mér að þegar hann skammaðist sín mjög mikið fyrir írsk stjórnvöld væri huggun að skoða fréttir frá Íslandi. „Írar þjást af smáríkiskoplex eins og Íslendingar en íslenskir stjórnmálamenn eru ennþá verri en írskir. Íslensk stjórnmál einkennast ekki bara af klíkuskap og spillingu heldur er svo mikið um kjánalegar uppákomur að fyrir þann sem þarf ekki að búa við íslenska pólitík eru fréttir frá Íslandi eins og ágætis gamanþáttaröð“ sagði hann.

Í ljósi þessarar fréttar fannst mér það fyndið.

Ljósmynd: Bernard Spragg

Erfitt um líkfundi

Úr dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar: „Grétar er hérna frammi, ætlaði að tala við mig í gærkvöldi en gerði það ekki svo…

Posted by Eva Hauksdottir on 2. mars 2017