Tvöfaldur og tvítekinn

Þvottapottur, innivinna, happatappi, rottuskott, kakkalakki,

Ég fann Fésbókarfærslu frá 2013 þar sem ég hafði beðið Fésverja að hjálpa mér að finna eða búa til fleiri orð af þessu tagi, þ.e. sett saman úr tveimur orðum með sömu samstöfunni af einum sérhljóða og tvöföldum samhljóða. Hér eru tillögur. Endilega bætið við. Halda áfram að lesa

Pólitískur þefur

Því hefur verið haldið fram að það sé pólitískur þefur af komandi Alþingiskosningum. En hvernig er pólitískur þefur og hvernig lykta stjórnmálaflokkarnir hver um sig? Starafugl birti í gær stjórnmálaskýringu sem byggir á rannsóknarverkefni Snorra Páls, sem felst í ítarlegri þefgreiningu á stjórnmálaflokkunum.

Nornin lagði sitt til rannsóknarinnar, hér eru þau svör:

Halda áfram að lesa

Draumfarir

Henry Fuseli: Draumur Katrínar drottningar
(hana dreymdi samt eilífa hamingju en ekki stjórmál og próf)

Ef draumfarir segja í alvöru eitthvað um sálarlíf manns þá hef ég ástæðu til að hafa áhyggjur. Ég man ekki oft drauma en þeir sem ég man, og eru nógu skýrir og nógu mikið samhengi í þeim til þess að ég nenni að leggja þá á minnið, snúast oft um eitthvað sem er í samfélagsumræðunni það sinnið. Þar koma líka oft fyrir þjóðþekkt fólk og persónur sem ég þekki aðallega í gegnum Facebook. Stundum er ég ekki í draumnum sjálf heldur er hann eins og ég sé að horfa á kvikmynd.

Hér eru nokkur dæmi um drauma sem fá mig til að efast um geðheilsu mína.

Halda áfram að lesa

Flokkarnir sem Fóstbræður – Gestapistill

Halldór Logi Sigurðarson og Helgi Laxdal skrifa

Fóstbræður eru stórkostlegasta skáldvirki íslenskrar menningar. Þeim tókst að fanga alla okkar menningarkima og sérvisku í fimm litlum þáttaröðum. Þau voru ómetanlegur spegill fyrir þjóðarsálina þá og eru enn í dag.

Hvernig myndu Fóstbræður túlka pólitík í dag? Halda áfram að lesa