Lopapeysa á Næsta bar

Um daginn hitti ég sætan sölumann sem er á lausu og kemur samt ekki fyrir eins og hringli í hausnum á honum. Hann stoppaði lengur en hann þurfti. Mun lengur.

Ég hef svona verið að velta fyrir mér möguleikanum á að hafa samband við hann en ætlaði að ræða við kunningjakonu mína, sem vill svo til að þekkir hann, og fá umsögn, áður en ég færi að eyða dýrmætum tíma mínum í að dindilhosast utan í lambakjöti sem er svo kannski alki eða eitthvað þaðan af verra.

Hann mætti á krossgátukeppnina í kvöld. M.a.s. úfinn og í lopapeysu!

Mér datt fyrst í hug að einhver lesenda minna hefði ákveðið að gera at í mér (þetta var eiginlega of gott til að vera satt) en ákvað samt að táldraga hann, með lopapeysu og öllu. Ég held að það hefði ekki orðið erfitt, jafnvel þótt einhver púki kunni að hafa verið á bak við þetta. Hann kom til mín og spjallaði aðeins eftir keppnina (mitt lið vann ekki). Ég held að það hafi ekki bara til að styrkja væntanlegt viðskiptasamband okkar enda held ég að hann hljóti að gera sér ljóst að þar er ekki feitan gölt að flá. Kannski var það hluti af áskoruninni en ég held að hann hefði allavega horft frekjulega á mig ef hann hefði verið í þessháttar leik.

Nema hvað -mannhelvítið reykir 🙁

Þar fór það.
Eins og þetta var annars ágæt peysa.