Hann: Svo þú hefur hitt einhvern?
Hún: Nei. Eða jú, kannski, en hann hitti aðra. Fínt samt að vita að það er ekki útilokað að ég hrífist af einhverjum á mínum aldri.
Hann: Það er víst eitthvað í gangi hjá þér, ég þekki þig.
Hún: Ég sver!
Hann: Hvaða blik er þetta þá í augunum á þér?
Hún: Ekkert.
Hann: Hahh, ég veit hver það er! Djöfull vissi ég það.
Hún: Jæja?
Hann: Ætlarðu að gera eitthvað í því?
Hún: Nei.
Hann: Því ekki?
Hún: Maður þarf ekki endilega að éta allar kökurnar í bakaríinu.
Hann: Þú mátt éta mig.
Hún: Æ góði, tantraðu tíkina þína.
Hann (leiður): Kannski ætti ég að láta þig í friði???
Hún (kuldalega): Þú gerir það sem þér finnst rétt.
Hann: Það er málið. Hjá mér er ekkert rétt eða rangt. Hjá mér er bara mun ég sjá eftir því? Og eitt veit ég með vissu; ef ég læt þig í friði, mun ég alltaf sjá eftir því.
Þögn.
Hann: So, maybe this is as good as it gets.
Hún: Já. Ég býst við því hjartað mitt. Það versnar varla úr þessu.
———————————
lengi getur vont versnað…gott batnað og allt þar á milli haldið áfram að vera allt þar á milli
Posted by: baun | 22.11.2006 | 10:42:26
———————————
Oooooooooo. Blús.
Posted by: Barbie | 22.11.2006 | 19:49:04