Bloggflutningar eru næstum eins og að flytja á milli húsa. Maður þarf að henda út rusli og fara aftur á gamla staðinn til að sækja alls konar stöff.
Ég er mjög ánægð með nýja staðinn en hann er ekki orðinn „heima“ ennþá því dótið mitt er ennþá hérna og ég þarf að bíða eftir að Anna komi heim frá útlöndum (hún er að heimsækja Ken) því hún ætlar að hjálpa mér. Dugar víst ekkert að kalla á sterka stráka til að flytja tengla og vefbókarfærslur.