Ég veit um mann sem hefur lagst svo lágt að hrella litla telpu með óbeinum hótunum um að drepa gæludýrið hennar. Auðvitað er eitthvað mikið að manninum en geðsýki gefur engum rétt til að beita nokkra veru tilgangslausu ofbeldi, hóta því eða gefa slíkar hótanir í skin.
Viðkomandi drulluhali hefur nú fengið skýr skilaboð og mun væntanlega fá nett frekjukast á næstunni. Mér þykir óendanlega vænt um þann sem sýndi þá framtaksemi sem þurfti til þess.
Uppfært til skýringar: Maðurinn í næsta húsi hafði sett upp skilti með mynd af afhausuðum hundi. Haukur fjarlægði það.