…er nokkuð lýsandi orðalag þegar 22ja manna kaffihópur frestar dæminu, eftir að ég er búin að baka 3 tertur sem ég hef ekki frystipláss fyrir, hafna öðrum hóp, afþakka matarboð og kalla Lærlinginn í kvöldvinnu. Part af programmet auðvitað en ekki alveg minn uppáhaldspartur. Bót í máli að þetta skuli gerast akkúrat eftir tveggja nátta geðprýðiandvöku.
Þetta verður samt góður dagur. Mammonsmessa í undirbúningi (ég verð einhvernveginn að þakka honum fyrir Búðarsveininn, það er dæmi sem skítvirkar) og fullt af góðum hlutum alveg, alveg, alveg að fara að gerast.