Fyrsta Bakkusarblót Nornabúðarinnar fór fram á laugardagskvöld og tókst vel að öðru leyti en því að ég gekk fulldjarflega fram í dýrkun minni á Bakkusi og tók út verðskuldaða refsingu á sunnudaginn. Var öllu líkari fórnarlambi vampýru en norn í kaffiboðinu á sunnudaginn en tókst samt að skúra yfir salinn, fjarlægja bjórflöskur og skella á tertubotna áður en fólkið kom.
Hof Mammons hefur því fengið formlega vígslu og netsíðan okkar hin fullkomna er komin í loftið.
Ég verð í þættinum Innlit-útlit, þriðjudagskvöldið 18. apríl. Heppileg tímasetning svona rétt að afloknu páskafríi.