Mamma, má ég ekki gista hjá Vésteini? sagði Byltingin.
Sonur minn er tvítugur. Hann spurði mig ekki álits þegar hann ákvað að eyða lunganum úr sumrinu í að hlekkja sig við vinnuvélar uppi á hálendinu og príla í byggingarkrönum á Reyðarfirði. (Ekki svo að skilja að ég hefði sett mig á móti því.) Hann hefur heldur ekki gefið mér neitt úrslitavald um fyrirhugaða glæfraför sína til Palestínu eftir áramót.
-Þú ættir að segja mér að láta þig í friði. Sjálfrar þín vegna. Þig vantar maka og þú finnur hann ekki á meðan ég er til staðar.
Ég hnussaði.
-Þú ofmetur áhrifavald þitt elskan. Ég fann Óttar þótt þú værir eins og grár köttur í kringum mig.
Hann hristi höfuðið óvenju alvarlegur í bragði.
-Þegar þú fórst að vera með Óttari var ég úti á landi. Halda áfram að lesa →
-Af hverju bara Kárahnjúkavirkjun, af hverju mótmæla þeir ekki öllu hinu líka?
-Af hverju fara þeir svona að? Af hverju ekki einhvernveginn öðruvísi?
-Hvað með álverið á Grundartanga, finnst þeim það allt í lagi?
-Hvar voru lopapeysuhipparnir þegar þeir byrjuðu að grafa sundur Hafnarfjarðarhraun?
-Af hverju mótmæla þeir ekki alveg eins botvörpuveiðum? Halda áfram að lesa →
Kaþólskir ætla semsagt að hafna hugmyndinni um að sálir óskírða barna lendi í limbóinu. Ekki af því að Gvuð hafi stigið niður og sagt þeim að hætta að fylla höfuð heimskingja af þessari grimmdarlegu þvælu heldur af því að hugmyndin nýtur ekki vinsælda.
Trúarkenningar krisindómsins byggjast nebblega ekki á orðum Gvuðs heldur hentistefnu kirkjunnar hverju sinni. Eins og allir sem hafa greindarvísitölu yfir frostmarki hljóta að sjá.
Liggi fyrir rökstuddur grunur um að tiltekinn einstaklingur sé öðrum hættulegur, er hægt að fá hluta af mannréttindum hans aflétt, tímabundið. Það er hægt að svipta hann frelsi, dæma hann til að greiða sektir fyrir glæpi sem sannanir finnast fyrir eða taka frá honum það sem fullvissa er fyrir að hann hafi stolið. Halda áfram að lesa →
Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Umhverfisstofnun nú í dag, eru að mati jarðfræðinga um 4000 tonn af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri. Ekki 50.000 tonn, því síður 100.000 tonn, heldur 4000, fjögurþúsund.
Hrafntinna endurnýjast á 4-5 þúsund ára fresti.
Segið svo að listamenn séu vanmetnir á Íslandi.
Skyldi Guðjón Samúelsson hafa haft nokkra hugmynd um það hve mikið (eða lítið) er til af hrafntinnu í heiminum, þegar hann ákvað að nota hana utan á Þjóðleikhúsið? Vissi einhver það á þeim tíma? Er hugsanlegt að Guðjón hefði horfið frá því að nota einmitt þessa steintegund ef hann hefði vitað að menn myndu sækja hana á friðlýst svæði?
Ég veit ekkert um Guðjón Samúelsson annað en það að hann var stórkostlegur arkitekt en það kæmi mér ekkert á óvart þótt hann væri viðræðuhæfur um annan kost ef hann væri á lífi. Hrifing Guðjóns á náttúrunni endurspeglast í verkum hans og mér er til efs að hann hafi haft meiri mætur á glórulausri hlýðni við flotta hugmynd en virðingu fyrir ríki náttúrunnar. Leiðréttið mig ef þið vitið betur.