Var að tala við mann á netinu. Fæddan og uppalinn á Íslandi. Hann sagðist lýga hafa gaman af leikhúsi og bað um símmanúmmerið mitt. Ég geri ekki kröfu um fullkomna stafsetningu eða málfar en ég ætla samt ekki sleppa takinu á fordómum mínum gagnvart þeim sem skrifa lýga.
Í alvöru talað, er enginn þarna úti sem er til í að kynna mig fyrir frambærilegum karlmanni? Hundraðþúsundkall í boði handa þeim sem kynnir mig fyrir þeim sem ég mun búa með þegar strákarnir eru flognir úr hreiðrinu.