Nakið

Týndi víst glórunni
einhversstaðar milli drauma
eða kannski er hún föst bak við eldavélina,
gæti hafa lagt hana til hliðar á meðan ég hrærði í sósunni.
Ég sakna hennar ekkert sérstaklega, það er ekki það
en þú veist hvernig tískan er
svo ef þú sérð hana,
þá kannski kemurðu henni til skila.

Hún er svona glær,
minnir mig,
og með dálítið skarpar brúnir.

Hvað gengur manninum eiginlega til?

Allir ljúga. Það er nú bara mannsins eðli. Við ljúgum stöðugt og reiknum með að aðrir geri það líka. Við ljúgum til að komast hjá vandræðum (refsingum, leiðinlegum verkefnum, vanþóknun), til að líta betur út í augum annarra, til að kaupa okkur frest, til að gera söguna skemmtilegri … semsagt oftast í einhverjum augljósum tilgangi. Lygar geta verið tiltölulega skaðlausar ýkjur, óbætanlegt mannorðsmorð og allt þar á milli. En oftast, jafnvel þótt lygin sé ljót og óréttlætanleg, sér maður samt tilganginn með henni.
Halda áfram að lesa

Þetta er náttúrulega bilun

Stefnumóti frestað vegna veikinda. Það er eiginlega bara fínt. Ekki fengvænlegt að mæta til mannaveiða með því hugarfari að leita uppi frágangssök. Þegar allt kemur til alls hef ég fyrir satt að ekki séu allir karlar fávitar þótt þeir sem maður vildi bæði blanda við geði og líkamsvessum séu vissulega í útrýmingarhættu. Halda áfram að lesa

Ljóð handa Hlina

Konungsson hvert ertu að fara?
hvers viltu leita?
Hvert mun nú rekkja þín renna?
rökkvar í skógi.
Blíðlega sungu þér svanir
svefnhöfgi þunga.

Skar ég þér línur í lófa
ljáði þér tauminn.
Blóð þitt á böndunum þornað
blárra en augun þín græn.

Það er efinn

Síðustu 15 árin hefur mitt háværasta harmarunk tengst hjúskaparstöðu minni. Ég hef eignast fleiri en einn sálufélaga og sofið hjá fleiri mönnum en ég myndi viðurkenna fyrir móður minni en þetta tvennt hefur ekki farið saman og er það skítt. Ég naut þess að vera á lausu í 5-6 mánuði eftir skilnaðinn við Vesturfarann, var nokkurnveginn sátt við það í kannski svona ár til viðbótar en síðan hef ég lengst af verið að vonast til að finna sálufélaga sem ég get líka sofið hjá. Halda áfram að lesa