Og það varð ljós

Hitti mann af e-m í dag. Afskaplega frambærilegan á allan hátt og ef hann er með „hidden agenda“ þá hefur honum tekist mjög vel að blekkja mig.

Þetta er bara annar maðurinn sem ég hitti í þessari umferð. Held að með þeirri skilvirku aðferð sem ég nota núna (að hafa markhópinn þröngan og blokkara strax þá sem ekki falla í hann) hljóti mér að takast að finna nokkra klassamenn.

 

Norn mánaðarins

Flestar konur eru skaplausar undirlægjur sem taka því með þolinmæði þegar fávitar skeina sig á tilfinningum þeirra. Þó eru til undantekningar sem ættu að vera okkur hinum hvatning til eftirbreytni. Hér eftir ætla ég að velja Norn mánaðarins, til að minna sjálfa mig og aðra á það að konur njóta yfirleitt ekki þeirrar virðingar og réttinda sem þeim ber, nema gera kröfu um það sjálfar.

Norn janúarmánaðar 2007 er án nokkur vafa Veronica Lario. Lítið snöggvast á þessa grein og takið eftir Freudiska slippinu sem birtist í röð setningarliða.

Eiginkona Silvio Berlusconis, Veronica Lario, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafið eiginmanninn um opinbera afsökunarbeiðni vegna ummæla hans um aðra konu opinberlega.

 

Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti) Halda áfram að lesa

Móðursýkin

Sonur minn Byltingin og Rósin sluppu lifandi úr eldsvoða nú um daginn. Gistu í trjáhýsi í 10-12 metra hæð og Haukur vaknaði við sviða í kokinu. Allt fullt af reyk og mér skilst að það sé ekkert grín að brölta hóstandi í gegnum brennandi tuskur og greinar og þurfa svo að klifra niður úr háu tré í niðamyrkri. Þau sluppu samt ósködduð og skógurinn líka. Af öllum frábæru ævintýrunum sem hann er búinn að segja mér frá er þetta það eina sem ég sé virkilega fyrir mér.

Rósin farin til Indlands og Byltingin einn á þvælingi um Evrópu. Mér fannst skárra að vita af honum með henni. Vil bara fá hann heim aftur sem fyrst og vita hann sofa innan dyra í alvöru húsi, þar sem er til sjúkrakassi og borða óhollan mat sem er búið að elda og setja á disk en ekki eitthvað gras sem hann finnur á víðavangi. Og svo vil ég líka fá að geyma vegabréfið hans sjálf.

 

Syntax error

Ég hef oft kastað ástargaldri. Ekki nýlega að vísu, því ég er ekki rétt innstillt þessa dagana, en ég reyndi 4 sinnum árið 2006. Þótt aðrir galdrar hafi verið mér frekar auðveldir á síðasta ári, hefur ástargaldurinn bara fært mér menn sem eru að vísu stórfínir en hafa bara engin áhrif á hormónastarfsemina í mér og svo einn fávita sem hypjaði sig brott af eigin frumkvæði áður en nokkur skaði var skeður. Halda áfram að lesa