Mér þótti vænt um Pétur og Alla og Guðgeir frænda minn. Það var hægt að kubba og púsla með þeim ef maður hitti aðeins einn í einu og ég ætlaði að giftast Pétri. EN, þeir voru strákar. Sem var sko ekki það sama og að vera stelpa. Halda áfram að lesa
Valkostur
Sumir eru fæddir til eymdar. Þeir sem fæðast með alnæmi í stríðshrjáðu landi eiga ekki greiðan aðgang að ævarandi hamingju. En í flestum tilvikum á það við sem kona nokkur orðaði það svo vel að „eymd er valkostur“. Ég hef vel því fyrir mér hversvegna sumir kjósa að nema land í Eymdardal og setjast þar að. Maður hefði haldið að vistin þar væri nógu ömurleg til að enginn kysi hana sjálfviljugur. Allt hefur þó sína kosti og fyrst fólk velur sér þetta hlutskipti sjálft, hlýtur það að græða eitthvað á því. Ég hef óljósan grun um kosti þess að búa í Eymdardal og kannski eru þeir miklu fleiri. Allavega held ég að helsti ávinningur af því sé þessi: Halda áfram að lesa
Hamingjan
Ég hef hitt hamingjuna á förnum vegi og séð að hún er græn eins og brumknappur bjarkar og sveigjanlegri en pítonslanga. Og svo hljómar hún dálítið eins og fíngert regn sem fellur í smátjörn í logni og hún ilmar líkt og blóðberg, eplakaka og koddaver unglingspilts.
En hvernig hún bragðast, það veit ég ekki.
Ímyndun?
Mig hlýtur að hafa dreymt almannavarnahávaðann. Kannski hef ég heyrt í sjúkrabíl og skynjunin brenglast svona í svefnrofunum. Ég á mjög erfitt með að kyngja því að mér skjátlist svona hrapalega. Ég var svo viss um þetta að ég fór fram og kveikti á sjónvarpinu. Fannst ég heyra í flugvélum líka og datt helst í hug loftárás. Átti erfitt með að sofna aftur og rauk strax fram til að hlusta á útvarpið þegar ég vaknaði aftur. Það hlýtur að vera upplifun af þessu tagi sem fær fólk til að trúa því að það hafi séð drauga.
Varúðarflaut
Ég vaknaði við almannavarnaflauturnar í nótt. Eða fannst ég allavega hafa heyrt í þeim. Rauk auðvitað fram og kveikti á sjónvarpinu til að gá hvað væri að gerast. Fór á netið líka. Ekkert kom fram sem skýrði þetta svo ég fór í rúmið aftur. Er búin að tékka á helstu miðlum og finn ekki orð um almannavarnaflautur. Var þetta svona sterkur draumur eða sjá fjölmiðlar ekki ástæðu til að gefa okkur skýringu á svona uppvakningu?
Líknarmök
-Hún svaf hjá mér, sagði hann þungur á brún.
-Jæja, og var það gott eða slæmt? sagði ég.
-Gott þannig séð, helvíti fínt reyndar en málið er að það var bara helvítis greiðareið. Hún var að þessu til að vera góð við mig. Hún orðaði það m.a.s. þannig.
-Ertu ástfanginn af henni?
-Nei, vá! Nei, alls ekki. Halda áfram að lesa