Þegar ég segi að það sé skárra að hafa ranga afstöðu en enga, á ég að sjálfsögðu við einstaklinga en ekki ríkisstjórnir eða opinberar stofnanir.
Þegar einstaklingur er hlutlaus í öllum eða flestum pólitískum málum, bendir það til ábyrgðarleysis, leti og hugleysis. Hann nennir ekki að kynna sér það sem er að gerast í kringum hann, þorir ekki að setja fram skoðanir sem hann gæti þurft að rökstyðja og endurskoða og álítur að hann hafi aðeins réttindi en engar skyldur gagnvart öðru fólki, dýraríkinu og jörðinni sem við lifum á. Halda áfram að lesa