Hvaða erindi eiga Íslendingar í öryggisráðið?

ISGÞegar ég segi að það sé skárra að hafa ranga afstöðu en enga, á ég að sjálfsögðu við einstaklinga en ekki ríkisstjórnir eða opinberar stofnanir.

Þegar einstaklingur er hlutlaus í öllum eða flestum pólitískum málum, bendir það til ábyrgðarleysis, leti og hugleysis. Hann nennir ekki að kynna sér það sem er að gerast í kringum hann, þorir ekki að setja fram skoðanir sem hann gæti þurft að rökstyðja og endurskoða og álítur að hann hafi aðeins réttindi en engar skyldur gagnvart öðru fólki, dýraríkinu og jörðinni sem við lifum á. Halda áfram að lesa

Hvað tefur eiginlega …

… Íslendinga í því að viðurkenna Palestínuríki? Erum við kannski að bíða eftir leyfi frá þeim sem útvega Ísraelsmönnum gereyðingarvopn og styðja þá í því að fremja þjóðarmorð?

Það er auðvitað löngu ljóst að meirihluta þjóðarinnar er slétt sama þótt fólk úti í heimi sé hermumið, rænt, hrakið frá heimilum sínum, kúgað, svívirt og myrt án dóms og laga, svo það ætti kannski ekki að koma mér á óvart þótt fáir styðji þessa fangaþjóð í örvæntingarfullri viðleitni sinni til að fá tilverurétt sinn viðurkenndan.

Að gefnu tilefni

Þótt ég hafi tekið vefbókina úr birtingu merkir það ekki að það hafi orðið andlát í fjölskyldunni, ég sé rambandi á barmi sjálfsmorðs, gjaldþrots, giftingar eða taugaáfalls, hafi orðið fyrir ólýsanlegu áfalli eða að eitthvað annað sé „að“ hjá mér.

Það er ekkert meira að mér en venjulega og satt að segja á ég að baki furðulegri uppátæki en þau að hvíla mig á fremur ómerkilegri dægradvöl.

 

Hvísl

Og suma daga er ég bara svo skotin í þér að hugur minn verður hávær.
Heyri sjálfa mig hækka róminn til að yfirgnæfa hann.
Ekki til að blekkja þig,
því það sem varir þínar vita er löngu smogið undir augnlokin,
heldur bara vegna þess að sumum hugsunum hæfa engin orð.

Komið til skila

Jæja Mogginn er búinn að leiðrétta mestu rangfærslurnar.

Ég varð frekar fúl þegar þeir sögðu frá þessu nánast eins og Haukur væri bara ranglandi um Palesínu á eigin vegum að snapa fæting en get kannski frekar lítið sagt þar sem ég neitaði að gefa upplýsingar (enda var ég búin að lofa Hauki að gera það ekki nema fá leyfi hjá honum fyrst.) Þetta er þá allavega komið á hreint og Haukur er kátur. Ekkert á heimleið held ég þótt flestum í fjölskyldunni hefði þótt best ef hann yrði bara rekinn úr þessu hræðilega landi.