Þú getur flett og skorið,
fjarlægt hvert lagið af öðru
og grátið yfir hverju einasta
en sannarlega segi ég þér
laukur hefur engan kjarna.
Þú getur flett og skorið,
fjarlægt hvert lagið af öðru
og grátið yfir hverju einasta
en sannarlega segi ég þér
laukur hefur engan kjarna.
Hvaða smekkleysuhroði hannaði þetta myndband?
Ég átti lögheimili í þessu lagi þegar ég var 10-12 ára og sá fyrir mér hvílíkan helling af dásamlegum dónaskap að ég gat ekki hlustað á þetta nema í einrúmi.
-Hvað segja rúnirnar?
-Þær segja að ég eigi að sigta hismið frá kjarnanum.
-Hvað gerist þá?
-Þá sé ég hvað skiptir máli. Halda áfram að lesa
Ég vildi sjá stjórnmálaflokk aktivista. Sá flokkur léti nægja að opna kosningaskrifstofu og kynna sig á fundum og með öðrum leiðum sem útheimta ekki fjárútlát en setti hinsvegar kosningasjóðinn í góð málefni. T.d. myndi slíkur flokkur ráða herskáan hóp sakamanna sem bíða efir að komast í afplánun til að grípa til róttækra aðgerða gegn stimpilgjöldum. Þá á ég ekki við að nokkrar hræður stilli sér upp fyrir framan alþingishúsið með kröfur á priki og tuldi einhver málamyndamótmæli niður í hálsmálið, heldur skýr skilaboð.
Það yrði mjög skemmtilegt að ef öll fórnarlömb stimpilgjaldaskrímslisins, eða þótt ekki væru nema lántakendur úr einu hverfi, tækju sig saman um að ráðast inn á þing, stimpla 666 á ennið á hverjum einasta alþingismanni og rukka þá fyrir. Það mun ekki gerast. Hinsvegar væri hægt að ráða til þess menn með skuggalega nútíð og það yrði betri auglýsing fyrir flokkinn en nokkurt glanstímarit. Um að gera að virkja mannauðinn í landinu og glæpamenn þurfa ekkert síður á því að halda en aðrir að finna að þeir geri gagn.
Atkvæði deyr aldrei. Ekki heldur þótt flokkurinn sem maður kýs komist ekki í ríkisstjórn eða nái jafnvel ekki inn manni. Atkvæði felur í sér skilaboð. Með því að kjósa annan lista an þann sem maður vildi helst, bara af því maður telur að uppáhaldsflokkurinn eigi ekki séns, gefur maður röng skilaboð. Ég er ekki búin að sjá stefnuskrá frá Íslandsflokknum eða spjalla við neinn forystumanna hans en ef mér líst betur á Ómar og félaga en VG, mun ég sannarlega haga atkvæði mínu samkvæmt því.
Ég man sjaldan drauma en í nótt dreymdi mig bloggara sem ég veit ekki til þess að ég hafi hitt. Halda áfram að lesa
Hahh! Komst út úr rammanum. Fann út hvernig ég gæti komist hjá aukakostnaði, án þess að seljandinn þurfi að sitja eftir með þá tilfinningu að hann hafi látið í minni pokann. Halda áfram að lesa