Atkvæði aldrei deyr

Atkvæði deyr aldrei. Ekki heldur þótt flokkurinn sem maður kýs komist ekki í ríkisstjórn eða nái jafnvel ekki inn manni. Atkvæði felur í sér skilaboð. Með því að kjósa annan lista an þann sem maður vildi helst, bara af því maður telur að uppáhaldsflokkurinn eigi ekki séns, gefur maður röng skilaboð. Ég er ekki búin að sjá stefnuskrá frá Íslandsflokknum eða spjalla við neinn forystumanna hans en ef mér líst betur á Ómar og félaga en VG, mun ég sannarlega haga atkvæði mínu samkvæmt því.