Þetta er allt snarvitlaust þarna austur frá

Þetta finnst mér stórfurðulegur fréttaflutningur.

Löglega og lýðræðislega kjörin drullusokkaríkisstjórn „hrifsar“ völdin af öðrum drullusokkaflokk sem stendur fyrir valdaráni. Ég minnist eþss ekki að hafa nokkurntíma heyrt eða lesið frétt frá rúv, þar sem talað er um að Ísraelsmenn hafi „hrifsað til sín“ landsvæði Palestínumanna. Það er líklega af því að rúv vill gæta hlutleysis. Halda áfram að lesa

Bara þó nokkuð gott

Ég held að ég sé búin að finna uppskriftina að vel heppnuðu djammi. Hún hljóðar svo:

Undirbúningur: Brauðsneið með hnetusmjöri, létt andlitsförðun.
Klæðnaður: Það sem hendi er næst (reyndar eftir að maður hefur komið því í verk að setja svitastokkinn æfingagalla í þvottakörfuna, það eru takmörk fyrir því hversu kærulaus maður getur verið um útganginn á sér) og skór sem hægt er að ganga á án þess að eiga á hættu að hálsbrjóta sig.
Félagsskapur: 1 skemmtileg kona og hugsanlega 1 stimamjúkur barþjónn. Aðrir karlmenn skulu hundsaðir, einkum og sér í lagi ef þeir eru drukknir, illa lyktandi og vilja sitja sem þéttast upp við mann og fræða mann um enska knattspyrnu.
Veitingar:1 léttvínsglas, 1 dísætur kokteill, 2 konfektmolar.
Staður: Reyklaus.
Tími: 21:30-00:05
Heimferðarmáti: 90 sekúndna ganga.

Það var milljón gaman og ef ég finn færri en 5 innsláttarvillur í þessari færslu í fyrramálið, þá er það til marks um að ég sé hæfilega full líka.

Er farin í rúmið. Líður svo vel að ég nenni ekki einu sinni að jesússa mig.

 

Perla

Litli leikarinn: Ég keypti mér tvenn kjólföt. Ein svört og ein hvít. Eiginlega ætti ég líka að fara í dekurnudd og fótsnyrtingu fyrir afhendinguna en ég held að ég láti það bíða þar til ég tek við verðlaununum í stað þess að afhenda þau.