Strokur

Dönskukennarinn þekkir mig ekki. Ég hefði heldur ekki þekkt hann nema af því að ég átti von á honum hér en ég má til með að pína hann aðeins.
-Ég er Skellibjallan, segi ég en það viðurnefni notaði hann alltaf um mig og stöku sinnum um nokkrar aðrar. Hann kveikir ekki. Halda áfram að lesa

Högg

Smíða bát með leynivini mínum úr barnaskóla. Andans fley. Hann stýrir verkinu, ég ber lím á trékubbana en hann neglir.
Birta: Taktu hamarinn af honum!
Eva: Í guðsbænum láttu mig nú í friði. Ég er að reyna að leika við hann Halla Gulla og þetta er fínt svona.
Birta: Þú getur alveg svissað hlutverkunum án þess að hann fatti það.
Eva: Já áreiðanlega, en til hvers? Hann ræður alveg við þetta, áreiðanlega betur en ég. Halda áfram að lesa

Ekki okkar mál?

Nú er vika síðan Ísraelsmenn lýstu því yfir að þeir ætluðu að breyta Gaza úr fangabúðum í útrýmingarbúðir. Ég hef ekki séð eitt orð um þetta frá ráðamönnum okkar Íslendinga. Hefur það farið fram hjá mér eða telja Íslendingar bara að þeim komi þetta ekki við?

Erindi

Birta: Nei sko, sjáðu hver er kominn!
Eva: Og hvað með það, hann á erindi.
Birta: Svona líka þaulskipulagt erindi.
Eva: Ef það væri skipulagt hefði hann komið fyrr.
Birta: Hann er ekki asni. Ef hann hefði komið fyrr hefði það litið út eins og hann væri að gera sér erindi.
Halda áfram að lesa

Handa Hugz

Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.

Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa