Þetta agalega orð

Móðirin var í öngum sínum. Stöðug valdabarátta við fimm ára dóttur hennar var gjörsamlega að fara með geðheilsu hennar og félagslíf til fjandans, að maður tali nú ekki um sjálfsmynd þess sem býr við ógnarstjórn smábarns. Halda áfram að lesa

Atvinnumótmælendur

Ég hef nú svosem ekki komist yfir að lesa allt það sem bloggað hefur verið um aðgerðir trukkakalla að undanförnu. Það má því vel vera að margur bloggarinn hafi tekið upp frasann; þarf þetta ekkert að vinna? en ég hef allavega ekki séð það enn.

Eins og á að elska

Þegar ég kynntist honum keypti ég mér ný silkináttföt. Blágræn, því það var vísun í alveg sérstaka tegund af pegasusi. Liturinn var tákn. Nafnið var tákn. Ég vissi að hann skildi það ekki almennilega en hann var góður við mig og þeir sem hafa skilið mig hvað best hafa ekkert endilega verið góðir við mig. Á því augnabliki langaði mig meira að vera elskuð en skilin en ég hafði áhyggjur af því að táknsýkin í mér kynni að vefjast fyrir honum. Halda áfram að lesa

Ég er náttúrulega svo skapstór…

Mér varð frekar óglatt í morgun þegar ég heyrði unga konu lýsa sinni eigin hyperfrekjulegu framkomu gagnvart einhverri ritaraafmán á læknastofu með orðbragði sem ekki er hafandi eftir. Manneskja með snefil af sjálfsvirðingu hefði beðist afsökunar á dónaskapnum og dauðskammast sín fyrir upphlaupið en þessi unga kona útskýrði fyrir vinkonu sinni með greinilegu stolti að hún væri „náttúrulega svo skapstór“. Halda áfram að lesa

Smá

Miriam er að fara út á morgun, til að heimsækja mömmu sína og hitta Hauk (sem er líklega kominn til tilvonandi tengdamóður sinnar nú þegar).

Við borðuðum á Næstu grösum í hádeginu.