Saving Iceland – aðgerðir hafnar

SAVING ICELAND STÖÐVAR VINNU Á LÓÐ NORÐURÁLS Í HELGUVÍK

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

Enn ein hræsnin

Í þessum efnum stend ég sjálfa mig að tvískinnungi. Mér finnst hugmyndin um kynmök manna og dýra verulega viðbjóðsleg. Ég verð reið og hneyksluð við að lesa fréttir á borð við þessa en það hreyfir ekki við mér að vita til þess að fyrir nokkrum mánuðum var kvöldmaturinn minn hvítt lamb með bleika snoppu og sagði meme.

Kynferðislegt samneyti manna við dýr er bannað í nafni dýraverndar. Þó hljótum við að viðurkenna að raunverulega ástæðan fyrir því banni er hugmynd okkar um syndina, eða ógeðfellt afthæfi en ekki sú hugmynd að dýrið bíði skaða af.

Ef dýravernd væri forsenda slíkrar lagasetningar, væri vitanlega líka bannað að drepa dýr og ég er allavega sannfærð um að ef dýrið fengi að velja, þá þætti því skárri kostur að láta manneskju riðlast á sér, en að vera drepið, hlutað í smástykki, grillað og étið með piparsósu og salati.

mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð

Nánari útlistun

Hér http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595028/ er að finna nánari skýringu á því hvað málið snýst um. Ég reikna að vísu ekki með því að þeir sem halda uppi umræðu sem einkennist af sleggjudómum og getgátum um eðli og uppruna mótmælenda kynni sér hana.Þeim fjölgar þó stöðugt sem vilja taka afstöðu byggða á upplýsingum og fyrir þá er þetta birt.

mbl.is Stöðvuðu vinnu í Helguvík

Bjargvættirnar komnar á kreik

Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.

Halda áfram að lesa

Eiga allar tilfinningar rétt á sér?

Mér ætti ekki að líða svona. Það er ekki einu sinni rökrétt, sagði ég. Vinkona mín horfði á mig þolinmóð og sagði mér svo í hundraðasta skipti að vera ekki svona vond við sjálfa mig. Það væri ekki hægt að afgreiða allar tilfinningar með rökum. Allar tilfinningar ættu rétt á sér… athyglisspan mitt náði ekki lengra. Ég dreg það satt að segja stórlega í efa að allar tilfinningar eigi rétt á sér. Þetta er svona álíka vitlaus klisja og að maður eigi að virða allar skoðanir. Halda áfram að lesa