Nei sko. Myndin af honum Grími, tryggasta aðdáanda mínum birtist á Nei. Ég á frægan kærasta. Kannski ekki sérlega gáfaðan en hann er allavega smekkmaður á höfuðfatnað.
(Síðar kom reyndar í ljós að sá grímuklæddi var ekki lögga)
Nei sko. Myndin af honum Grími, tryggasta aðdáanda mínum birtist á Nei. Ég á frægan kærasta. Kannski ekki sérlega gáfaðan en hann er allavega smekkmaður á höfuðfatnað.
(Síðar kom reyndar í ljós að sá grímuklæddi var ekki lögga)
Ég man mjg sjaldan drauma en síðustu nótt dreymdi mig einn táknrænan.
Ég var á Hverfisgötunni og rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið var búið að grafa alla götuna upp, miklu dýpra en svo að mögulegt væri að þetta væru aðeins vegaframkvæmdir. Lóa Aldísar var þar og kvikmyndatökumaður með henni og ég gekk til Lóu og spurði hvað væri að gerast. Hún sagði mér að stærsta klóakrottan hingað til væri fundin og einnig fullt af pöddum. Ég leit niður í uppgrafið ræsið og sá þar rottu, miklu stærri en nokkurn kött. Hún var ógeðfelld en ég varð hvorki hrædd né hissa, fannst kannski aðallega skrýtið að sjá bara eina rottu. Ég undraðist hinsvegar mikinn fjölda af pöddum sem líktust kakkalökkum
Landhelgisgæslan er dæmi um löggæsludeild sem hefur það hlutverk að þjóna hagsmunum almennings. Gæta fiskimiða og sækja sjúka og slasaða. Ég veit ekki til þess að gæslan þjóni á neinn hátt því hlutverki að verja völd ríkisstjórnar og stofnana gegn almenningi, svo það er rökrétt að ráðast á gæsluna. Halda áfram að lesa
Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni kom til mín í dag og færði mér að gjöf brúðu eina stóra. Kvað það koma til af því að hann hefði ákveðið að gerast plastpokamaður í kreppunni og brúðan, sem er tæpir 2 metrar á hæð en samt með grennri læri en ég, kæmist ekki fyrir í plastpokanum úti í horni á heimili unnustunnar. Hann spurði hvort væri ekki langt síðan einhver hefði gefið mér brúðu en áður en ég gat svarað því bankaði annar gestur upp á svo samræðurnar snerust að öðru. Halda áfram að lesa
Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.
Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa
Tryggvi Jóns fór daginn eftir kröftug mótmæli og nú eru Elín og Birna að fara líka. Segið svo að mótmæli grímuklæddra aðgerðasinna hafi ekki áhrif. 
![]() |
Bankastjórastöður auglýstar |
Ef Geir hefði mætt á borgarafundinn þá hefði hann fengið mjög góð rök fyrir því hvers vegna á að láta Davíð fara, en hann hefur svosem heyrt þau öll áður.
![]() |
Kreppan getur dýpkað |