Maður mótmælir ekki fullur

Pólitískar aðgerðir krefjast þess að fólk hugsi rökrétt. Mótmæli og drykkjuskapur fara því illa saman og geta haft mikla hættu í för með sér. Ég hvet alla til að hafa þetta í huga og hætta aðgerðum snemma um helgina því götupartý geta auðveldlega leitt til stórslysa ef drukkið fólk í gremjukasti fer að drífa að.
Halda áfram að lesa

Voru raddir fólksins þá falskar?

mbl.is Hænuskref í rétta átt

Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.

-Bankastjórn Seðlabankans burt.

-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.

Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?

Auðvitað þarf að efla SS-sveitina

Bíddu nú við! Er ekki tilgangur lögreglunnar sá að vernda hinn almenna borgara og halda uppi lögum í landinu? Samkvæmt þessu er mikilvægara verkefni að vernda valdstjórnina gegn þeim sem hún hefur brotið á. Búið að skera niður hjá efnahagsbrotadeild, Landhelgisgæslunni og umferðalögreglunni, sem allt eru deildir sem þjóna hagsmunum almennings en sú deild sem tryggast þjónar valdstjórninni er hinsvegar efld. Halda áfram að lesa

Þvagleggur sýslumaður bara í ham

Þvagleggur sýslumaður á Selfossi er víst búinn að gefa út handtökuskipanir á 370 manns. Frekar hátt hlutfall finnst mér. Það kemur ekki á óvart að einmitt þessi sýslumaður skuli fara offari í handtökugleði sinni. Enn einn skandallinn að þessi maður skuli hafa haldið embætt sínu eftir þvagleggsmálið. Manni fallast hendur þegar maður fer að telja saman hve mörgum óbermum þarf að koma frá völdum.

Það sorglegasta er samt að ef þessir 370 stæðu saman og berðust gegn þvaglegg sýslumanni í stað þess að láta bara handtaka sig, þá væri sennilega hægt að knýja fram eitthvert réttlæti. Og nei, það getur ekki verið fullkomlega réttlátt að 370 manns á ekki stærra svæði sæti fjárnámi. Eitthvað af þessum málum hlýtur að skýrast af fleiru en óráðsíu og sviksemi.

mbl.is 500 mál enda hjá lögreglu