Frábær árangur. Beinar aðgerðir virka. Þúsundir manna hafa nú tekið þátt í ólöglegum mótmælum í heila viku enda er stjórnin búin að gefast upp.
Þetta er auðvitað bara áfangasigur. Við þurfum líka að tryggja að hér verði tekið upp nýtt stjórnkerfi sem býður ekki upp á að völd geti safnast á fáar hendur, að mikilvægum upplýsingum sé haldið leyndum og að útilokað sé að losna við vanhæft fólk úr embættum.
Þjóðhátíð í kvöld. Allir á Austurvöll með börnin sín og afa, kassagítar og kakóbrúsa, sjóðum egg og setjum á samlokur (eða geymum þau fyrir natófundinn), það er engin ástæða til að kasta eggjum í kvöld. Fögnum og skemmtum okkur. Byrjum kl 7 og sýnum í búum miðbæjarins þá tillittsemi að hætta snemma.
Lifi byltingin, búsáhaldabyltingin.