Sýnum þeim kærleika

Ég legg til að við förum öll í gönguferð í kringum tjörnina, berrössuð og bjóðum útrásarvíkingum, bankastjórum, embættismönnum og pólitíkusum að þrykkja í þarmana á okkur.

Þjóðin er að ganga í gegnum fjárhagslega hópnauðgun og þar sem búið er að banna hávaða í mótmælaskyni, er ekki um annað að ræða en að gefast upp og sýna nauðgurum okkar kærleika og undirgefni. Táknræn aðgerð af þessu tagi myndi undirstrika friðarvilja þjóðarinnar og kærleiksþel á erfiðum tímum. Jóhanna getur svo komið með vaselín til að draga úr mesta sársaukanum.

mbl.is Selja íbúð á Manhattan

Afsakið mig meðan ég æli

Kærleika sýnir maður í verki, af hjartans dýpstu rótum, fólki sem manni þykir vænt um, fólk sem ekki hefur unnið til annars, fólki sem þarfnast þess, fólki sem af hendingu verður á vegi manns, fólki í sama húsi og fólki í fjarlægum heimshlutum.Við þurfum ekki að fara í gönguferð kringum tjörnina til að sýna hvert öðru kærleika. Enda er þetta uppátæki ekkert annað en væmin og hallærisleg tilraun til að telja okkur trú um að friður skuli ríkja í samfélagi þar sem enginn grundvöllur er fyrir friði. Þeim sem reyna að kúga okkur og þagga niður í okkur sýnum við engan kærleika. Við getum sýnt þeim miskunn, við getum haft samúð með öllu sem lifir, við getum sýnt þeim þá virðingu sem allar manneskjur eiga rétt á, en kærleika nei takk.

Skilaboðin til yfirvaldsins þessa dagana ættu ekki að vera: við elskum ykkur, heldur ‘drullist til að uppræta spillingu og valdníðslu ef þið viljið ávinna ykkur kærleika, virðingu og frið.’

Þau gætu byrjað með því að upplýsa okkur almennilega um afsalið á fjárræði okkar.

mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli

Spurningar úr FB leik

Notast þú við kaldhæðni?

Nei. Ég er hjartahlý kona, trúi á hið góða í manneskjunni og stafa frá mér yl og ljósi hvar sem ég kem.

Myndir þú vera vinur þinn?
Jájá, ég og ég erum ágætar vinkonur og stöndum saman þegar við erum búnar að ákveða eitthvað. Við erum að vísu oft ósammála og þurfum að rökræða hlutina mikið og lengi áður en við komumst að niðurstöðu. Mér finnst ég stundum óþarflega gagnrýnin á mig og mér finnst svo aftur ég taka þeirri gagnrýni óþarflega illa. En við sættumst nú alltaf á endanum.

Ég held annars að það hljóti að vera hræðileg örlög að líka illa við einu manneskjuna sem maður kemst ekki undan.

Áttu börn? (FB leikur)

Ég á tvo yndislega stráka en þeir eru fullorðnir og það er ekki eins.

Mig langar í barnabörn en synir mínir eru ekki sammála mér. Haukur sagði einhverntíma að það vær tilgangslaust að tala um börn á meðan hann ætti ekki einu sinni kærustu. Ég sagði honum að hann gæti bara barnað einhverja lausgyrta dræsu eins og aðrir ungir menn og það væri áreiðanlega fínt að vera helgarpabbi. Hann tók mig ekki alvarlega. Allavega veit ég ekki til að nein dræsa sé ólétt eftir hann enn.

Ég er að vísu ekki eins viss um að það sé tímabært fyrir Darra að verða pabbi, en ég er búin að margbiðja hann að negla einhverja einstæða móður. Hann vill það ekki.