Klámsinninn Eva og anarkistinn Egill

Það kemur mér svosem ekkert á óvart þótt Egill Helgason kalli mig ‘klámsinna’. Fyrir nokkrum árum sagðist hann ‘nú vera svo mikill anarkisti’ að hann vildi að Saving Iceland liðar yrðu látnir í friði þear þeir klifruðu upp í krana. Það liggur í hlutarins eðli að ef maður sem er mótfallinn því að allt andóf sé barið niður með ofbeldi er anarkisti, þá hlýtur sá sem er mótfallinn ritskoðun að vera ‘klámsinni’. Halda áfram að lesa

Um ömurleik fulltrúalýðræðis

Ég trúi því að oftast sé stærsta ástæðan fyrir því að fólk býður sig fram til þingmennsku áhugi á pólitík og löngun til að hafa áhrif. Þegar fólk er svo búið að sitja á þingi í nokkurn tíma og fá staðfest að það hefur engin áhrif á meðan það er í minnihluta, fer það svo að keppa eftir völdum. Þegar þingmaðurinn er orðinn ráðherra og ræður samt enn ekki neinu er starf hans þegar farið að snúast um eitthvað allt annað en að ná fram yfirlýstum markmiðum. Hann þarf að halda vinsældum sínum, eða draga úr óvinsældum og til þess þarf að fórna prinsippum.

Það er nákvæmlega sama hvaða dýrðlingur sest í stól forsætisráðherra, á meðan almenningur lætur sér nægja að græða á daginn og grilla á kvöldin; á meðan almenningur afsalar sér ábyrgð á pólitískum ákvörðunum, afhendur ‘fulltrúum’ vald til að hugsa fyrir sig, þá mun allt starf Alþingis einkennast af valdaströggli og vinsældasamkeppni.

Ríkisstjórnin hefur tekið nokkur gæfuspor undanfarið. Það er vissulega framför að leyndinni skuli loksins hafa verið létta af orkusölu til stóriðju og mér hugnast einkar vel sú stefna að draga úr auglýsingabrjálæði stjórnmálaflokkanna. Ekki skil ég hvað Íslendingar
Bara það eitt að heilt efnahagskerfi hafi hrunið án þess að vinstri flokkarnir yrðu vinstri sinnaðir, segir okkur allt sem segja þarf um ágæti fulltrúalýðræðisins.

Komnir

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/116100911742975

Jákvætt hugarfar

Hugsanir hafa áhrif. Maður dregur til sín það sem maður er uppteknastur af. Þótt síkritið fari út í bull um leið og einhver ætlar að moka inn milljónum á því að spila á trúgirni og óskhyggju fólks, skal ég manna fyrst taka undir það að hugurinn hefur vissulega áhrif og að jákvætt hugarfar ræður úrslitum um hamingju okkar. Halda áfram að lesa

Aðeins mannúðlegra

Nánast daglega er ég spurð (oftast í netspjalli) hvernig sé að búa í Danmörku. Ég get í rauninni ekki svarað þessu þar sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort ég bý frekar í Danmörku eða úti á landi. Það má vel vera að lífið í Kaupmannahöfn sé öðruvísi en hér í hundsrassi. Ég er heldur ekkert vel inni í dönsku samfélagi, umgengst mest Íslendinga. Ef ég ætti að dæma Dani út frá konunum á elliheimilinu myndi ég segja að þeir væru óttalegir útnáraþumbar en ég hef nú ekki trú á að þröngsýnin sé allsstaðar á sama stigi. Halda áfram að lesa