Vilhjálmur Egilsson er bjánakeppur

Á föstudaginn varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á 5 misklikkaða karla tjá sig um skoðanir sínar á því hvort virkjanastefna bæri frekar vott um skynsemi eða geðbilun. Ég hef fylgst sæmilega með umræðunni um virkjanamál og svo áhugavert sem umræðuefnið er, var fátt nýtt í málflutningi karlannna, með einni undantekningu þó. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins, afrekaði að koma mér á óvart.

Inntakið í ræðu Vilhjálms var mikilvægi hagvaxtar og nauðsyn þess að líta til þeirra fyrirtækja og stofnana sem lengst hefðu lifað og mestum arði skilað, því eitthvað hlytu þau að hafa gert rétt. Hann nefndi sérstaklega kaþólsku kirkjuna og Kaupfélag Skagfirðinga í því sambandi. Ekki fór hann nánar út í það hvernig má heimfæra vinnubrögð og siðferði þeirra fyrirtækja upp á orkuframleiðendur og áliðnaðinn en já, ég skil hvað hann á við.

Að framsöguerindum loknum var Vilhjálmur spurður hvernig hann ætlaði að réttlæta það að byggja efnahagslíf þjóðarinnar á hugmyndafræði sem einkenndist af græðgi og hroka. Hann svaraði á þá leið að grægði og hroki væru vissulega lestir og gætu leitt til slæmra ákvarðana en þessir lestir væru nú samt eldri en bæði brennivín og framhjálhald. Svo hélt hann áfram að þrugla um Kaupfélag Skagfirðinga og kaþólsku kirkjuna en bætti um betur og talaði um gríðarlega framsókn Kínverja í efnahagsmálum, sem þeir gætu að verulegu leyti þakkað virkjanastefnu sinni. Hann var þá spurður hvort hann vissi ekki hvernig Kínverjar hefðu fótumtroðið náttúruverndarsjónarmið. Vilhjálmur svaraði að bragði að hann héldi nú að það hlyti bara að fara að lagast hjá Kínverjunum. Ekki skýrði hann það nánar.

Semsagt kaþólska kirkjan og Kaupfélag Skagfirðinga eru þau fyrirtæki sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Íslendingar taki sér til fyrirmyndar enda græðgi og hroki með elstu syndum mannsins. Virkjanastefna Kínverja getur einnig orðið okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut enda mun þetta með náttúruspjöllin nú sjálfsagt reddast.

Ég hef ekki næga þekkingu á geðsjúkdómum til að meta það hvort veruleikafirring af þessu tagi teljist sjúkleg eða ekki og mér er eiginlega alveg sama. Ég veit heldur ekki hvort Vilhjálmur getur leyst nógu mörg verkefni á greindarprófi til að slaga upp fyrir fávitamörkin og mér er eiginlega alveg sama um það líka. Málflutningur þessa valdamanns er einfaldlega of bjánalegur til þess að það þjóni tilgangi að reyna að mæla vandamálið eða gefa því nafn og ekki ætla ég að móðga geðsjúka eða þroskahefta með því að líkja þeim við þennan bjánakepp. Ég mælist þó til þess að næst þegar ætlunin er að halda uppi vitrænni umræðu um virkjanamál, efnahagsmál eða annað sem skiptir máli, verði fundinn ræðumaður sem hefur eitthvað fram að færa annað en hreinræktaða þvælu. Það er víst nógu slæmt að bjánakeppir af þessu tagi hafi áhrif á mikilvægar ákvarðanir þótt maður þurfi ekki líka að sitja undir bullinu í þeim á málþingum.

Eva | 14:58 | Varanleg slóð |

TJÁSUR

Var þarna og tek undir þetta. Held þó að ekki geti verið von á vitrænni umræðu þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar. Unga fólkið og þú voruð með bestu spurningarnar. Engin svör skiptu máli, en það var þess virði að vera þarna til að heyra í ungu hugsjónafólki sem bendir á að setja þessa hluti í stóra samhenginu.

Svo fannst mér frábært að fundurinn skildi leysast upp í stjórnleysi. Það gæti bent til þess að Íslendingar séu loksins að þora að sýna óhlýðni og tilfinningar.

Posted by: Margrét Sigurðardóttir | 19.09.2010 | 16:17:05

Verst að hafa misst af þessum sirkus, Vilhjálmur er magnað dæmi um veruleikafirringu og siðleysi. Greini ég annars einhvern biturleika hjá Margréti og hennar alhæfingum?

Posted by: Gísli Friðrik Ágústsson | 19.09.2010 | 16:56:05

Ljótt er að heyra. Ég hef það fyrir venju, þegar ég tel alla sem eru mér ósammála vera fífl og bjánakeppi, þá lít ég í eigin barm. Þá hlýt ég að vera mjög vitur og lítill bjánakeppur. Kemur mér á óvart hve sterk þú ert í efnahagsmálum kæra Eva.

Posted by: G | 19.09.2010 | 17:37:38

Ég hef ekkert vit á efnahagsmálum. Ég hef hinsvegar vit á réttlætismálum og það var sannarlega ekki með réttlæti sem kaþólska kirkjan eignaðist auðæfi sín. Sögu kaupfélags Skagfirðinga þekki ég ekki nógu vel til að dæma en eins og bjánakeppurinn tók reyndar fram eru menn misjafnlega ánægðir með kaupfélagsstjórann. Það má því vel vera að við ættum kannski að slá varnagla áður en við ákveðum að taka þetta fyrirtæki til fyrirmyndar.

Ennfremur veit ég, það sem góðir arðhyggjumenn, eins og Tryggvi Þór, kjósa oft að líta fram hjá, að stóriðja (og reyndar stórfyrirtækjastefna almennt) er nátengd mannréttindabrotum. Eins og orðið hagvöxtur hljómar annars vel, er sá hagvöxtur sem byggir á því að níðast á smælingjum, sjúkur, rangur og ógeðfelldur, rétt eins og auður kaþólskur kirkjunnar.

Posted by: Eva | 19.09.2010 | 18:59:59

Á Íslandi er slegist um störf í stóriðju. Ég held að mynd þín af stóriðju sé úr bókum Dickens eða öðrum nítjándu aldarbókum. Snaran er álíka fráleit heimild. Stóriðja hefur fært íslensku verkafólki hugmynd um miklu betri vinnustaði en þeir hafa átt að venjast.

Posted by: G | 20.09.2010 | 5:49:46

Mín mynd af stóriðju er ekki frá Dickens heldur frá Amnesty International (http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/nr/1796) og heimildamyndum frá síðustu árum. Þín mynd er frá íslenskum vinnustöðum og þú kýst sjálfur að snúa blinda auganu að viðbjóðnum sem á sér stað áður en súrálið kemur til Straumsvíkur. Því miður hefur þú ekki einu sinni heimsku þér til afsökunar.

Posted by: Eva | 20.09.2010 | 8:24:03

Það er nú ekki allt jafnfagurt sem fer fram inni á vinnustöðum stóriðjunnar. Tíð og alvarleg vinnuslys, til dæmis.
Gaman annars að sjá orðið „bjánakeppur“ á … tja, á prenti. Ég held að ég hafi nefnilega fundið það upp.

Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 20.09.2010 | 14:17:30

þú hefur líklega ekki verið á togurum

Posted by: G | 21.09.2010 | 22:53:26

Ég heyrði þetta ágæta orð fyrst haft eftir þér fyrir nokkrum árum Vésteinn. Mér þótti það gott og það hefur tilheyrt virkum orðaforða mínum síðar.

Posted by: Eva | 22.09.2010 | 7:34:51

Heyrðu annars, ég var að reyna án árangurs að senda þér tölvupóst. Heyrir gamla póstfangið þitt sögunni til?

Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 26.09.2010 | 17:33:35

Já ég er með eva@norn.is núna.

Posted by: Eva | 29.09.2010 | 6:40:33

Já ég er með eva@norn.is núna.

Posted by: Eva | 29.09.2010 | 6:41:06

Skólabókardæmi

Ég sat á Kastrup flugvelli og réði sudoku gátu. Á sama bekk lá maður sofandi. Hann var snyrtilegur en ekki með farangur.

Þegar ég hafði setið þarna í líklega 20 mínútur kom öryggisvörður sprangandi, nokkuð valdmannslegur í fasi og tók sér stöðu fyrir framan hinn sofandi mann. Halda áfram að lesa

Í fótnum

Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?

Í fótnum

Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?

Oooo … svo mikil dúlla

Ég er smávaxin, ljóshærð, geng oftast í pilsi eða kjól, nota blúndur, pífur og bjarta liti (nema þegar ég er í nornargírnum). Ég finn til mín þegar karlmenn segja mér að ég sé falleg. Mér finnst móðurhlutverkið vera merkilegasta starf í heimi og eins þakklát og ég er feministum fyrir baráttu sína fyrir menntun kvenna og valkostum, tel ég að kvenfrelsishreyfingin hafi gert stór mistök með því að gefa konum þau skilaboð að kona sem kýs að vera heimavinnandi sé ósjálfstæð, metnaðarlaus, kúguð og yfirhöfuð frekar aumkunarverð. Ég fæ fiðring í hjartað þegar ég sé karlmann handleika borvél eða önnur verkfæri og finnst gott að láta karlmann leiða mig eða leggja arm yfir axlir mínar í mannmergð. Ég teikna bleika blómasveiga utan um minnislistana mína og skreyti heimili mitt með brúðum, dúkum, púðum og sætum mokkabollum. Ég reikna með að það sé þetta sem fær þá sem þekkja mig ekki til að kalla mig dúllu eða krútt. Mér líkar það stórilla.

Halda áfram að lesa