Tilfinningagreind, hver fjandinn er það? Flestum greindarþáttum má lýsa sem getu til að leysa verkefni en tilfinningagreind er dálítið flóknara fyrirbæri. Að einhverju leyti það að þekkja eigin styrk og veikleika. Vera fær um að bregðast við og vinna úr áföllum. Hæfileikinn til að taka sem mest tillit til annarra án þess að ofbjóða sjálfum sér. Hæfileikinn til meðlíðunar, geta til að leysa ágreiningsefni þannig að sem flestir séu sáttir. Hvort hægt að að mæla þessa eiginleika af nokkurri nákvæmni er svo aftur umdeilanlegt og það kom mér dálítið á óvart þegar ég fann EQ próf sem á að vera ‘vísindalegt’. Halda áfram að lesa
Hvernig móðir mín upprætti kristilegt barnaheimili
Í sögubókum framtíðarinnar verða áratugirnir í kringum þúsaldamótin kallaðir ‘framstigningaöldin’. Allavega í kristnisögunni. Allt í einu stigu allir fram og sögðu hryllingssögur þótt kynslóðum saman hafi allir þagað þunnu hljóði og ekki stigið eitt einasta skref nema hugsanlega í vænginn við kirkjuna. Halda áfram að lesa
Kvenhetjur í barnaefni – hafa fjölmiðlar áhrif?
Fjölmiðar móta okkur. Hljóta að gera það. Fyrirtæki myndu ekki verja skrilljón trilljónum í auglýsingar ef þær skiluðu ekki hagnaði. Við sjáum líka áhrif kvikmynda og annarra miðla á það hvaða vörur ná vinsældum. Disney þetta Disney hitt, bleikt með glimmer fyrir stelpur og eitthvað öllu töffaðra fyrir stráka. Halda áfram að lesa
Leyfum þeim að vera prinsessur
Ég var 13-14 ára. Var að rölta í bænum, í hrókasamræðum við vinkonu mína og langt frá því að vera að hugsa um útlit mitt. Við gengum fram hjá búðarglugga og mér krossbrá þegar ég sá sjálfa mig. Halda áfram að lesa
Ekki kjósa konur á þing

Ætli mamma hennar hafi staðið með henni?
Kynjakvóta á Alþingi. Einmitt það sem okkur vantar. Flíka fleiri brosandi konum og ljúga því að sjálfum okkur að hlutfall kvenna í stjórnkerfinu og öðrum spillingarbælum eigi eitthvað skylt við jafnrétti.
Kaldhæðni er fyrsta orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég sé yfirlýsta feminista styðja þetta rugl. Ástæðan fyrir því að við höfum náð svo langt í jafnréttismálum stendur nefnilega í ekki í neinu tilviki í sambandi við hlutfall kvenna á Alþingi eða í stjórnunarstöðum. Það voru feminiskir aktivistar sem komu okkur þangað sem við erum í dag, fólkið sem barðist gegn þessu kerfi sem fólk í ímyndaðri jafnréttisbaráttu styður og styrkir.
Von
Ég svaf ekki í nótt. Las allt sem ég fann á netinu um sjúkdóminn. Fann fyrir hugarhægð þegar ég sá að það er ekkert víst að þetta sé erfasjúkdómur. Það er víst aðeins í 10% tilvika sem þetta er arfgengt en ef það er arfgengt á annað borð eru líkurnar á að maður fái sjúkdóminn 50%. Það er þessvegna sem allir heima hjá Sunnevu verða sem strengdir upp á þráð ef pabbi hennar misstígur sig. Hann er að verða fertugur og helmingslíkur á að hann sé með þetta. Halda áfram að lesa
Arfur
Mér þykir ömurlegt að þurfa að segja þér þetta, en því miður þér kemur það við, sagði Hulla.
Ég sendi henni tortryggnislegt augnaráð og rétti henni hvítvínsflöskuna.
Þú verður að reyna að opna hana, ég get það ekki, sagði ég. Djöfull sem ég er pirruð á því hvað ég er máttlaus í höndunum. Hef verið að væla um þetta frá 2007 og kvað svo hart að að frú Varríus heimsótti mig í búðina og færði mér að gjöf krukkuopnara sem ég hef notað mikið síðan. Halda áfram að lesa