Þegar ég færði persónulega bloggið mitt yfir á lokað svæði, fannst mér ég vera að takmarka tjáningarfrelsi mitt. Reyndin er hinsvegar sú að nú þegar svona fáir hafa aðgang að blogginu mínu og ég veit hverjir þeir eru, þá get ég í raun leyft mér að segja miklu meira en áður. Halda áfram að lesa
Ekki úr launsátri – bara í eigin nafni, beint í smettið
Þessi feministi gerir athugasemdir við pistil sem ég skrifaði um daginn en þar sem hún leyfir ekki svör við færslur á sinni síðu, svara ég bara hér.
Er karlfyrirlitning svona rosalega fyndin?
Þetta er voða vondur húmor.
Ekki rassgat betri en karlrembuhúmor og ekki einu sinni fyndinn.
Næstmesta smekkleysa síðustu daga
Sé ennþá á bloggáttinni fyrirsögnina „Matthías týndur“. Ég veit ekki hvort þetta er algert dómgreindarleysi hjá blaðamanninum eða bara fullkomin smekkleysa. Kannski þetta eigi bara að vera fyndið? Halda áfram að lesa
Bylting – og hvað svo?
Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Það er semsagt fullkomlega eðlilegt að skilja ekki vexti, vísitölur og önnur hagfræðihugtök, þau eru nefnilega fullkomlega óeðlileg og álíka gagnleg og flatlús. Halda áfram að lesa
Efni sem ég skil og vekur áhuga minn á efnahagsmálum
Dólgalögin og afleiðingar þeirra
Í síðustu viku velti Elías Halldór Ágústsson upp þessari spurningu á snjáldursíðu sinni:
1) ef vændi verður að fullu lögleg starfsgrein og
2) ef atvinnuleysisbætur verða ekki borgaðar þeim sem [ekki] tekur störf í boði;
hlýtur hið opinbera þá ekki að neyða fólk í vændi? Halda áfram að lesa