Magnús Sveinn Helgason veltir fyrir sér þeirri orðræðu og heift sem viðgengst þegar rætt er um og við feminista og ég get svosem tekið undir margt af því sem hann segir. Skítkastið gengur stundum fram af manni.
Umsögn um njósnafrumvarpið
Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.
Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa
Bera foreldrar enga ábyrð?
Foreldrar senda börn sín í skólann, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þótt þeir viti að þau séu lögð í einelti. Foreldrar horfa upp á maka sinn beita börnin ofbeldi, hvað eftir annað, jafnvel árum saman og gera ekkert í því. Foreldrar horfa upp sín eigin afkvæmi nídd og kvalin af öðru fullorðnu fólki og láta það viðgangast, jafnvel í aðstæðum þar sem barnið á sér engrar undankomu von, sbr. fréttina sem ég tengdi á.
Faðir drengsins var skipverji á skipinu og varð hann vitni að sumu því sem gert var við son hans. Haft er eftir honum í dómnum, að honum hefði fundist hann hafa brugðist drengnum með því að grípa ekki fyrr inn í en raun bar vitni. Hefði hann verið á sjó í 25 ár og aldrei upplifað hegðun eins og hafi tíðkast um borð í þessu skipi.
Og svo verður fólk hissa þegar maður segir að samfélagið einkennist af barnfyrirlitningu.
Klámmæðgur
Þetta er ekkert á mörkum þess sem margir telja ósiðlegt heldur fer þetta langt út fyrir þau enda er þarna verið að daðra við sifjaspell. Ótrúlega mörgum að þeim komi erótísk sambönd annars fullorðins fólks eitthvað við og bara ágætt hjá Lake & Stars að ögra tepruskapnum aðeins. Það er svo aftur verra mál að nærfötin eru forljót og stellingin á efri myndinni er mjög óeðlileg svo líklega selja þessar auglýsingar aðallega erótískar fjölskyldufantasíur.
Og svo heldur Ögmundur að það sé engin hætta á að forvirkar rannsóknarheimildir verði notaðar til að njósna um grasrótarhreyfingar. Það þarf ekki einu sinni heimildir til.
Betri skilgreining
Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.
,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum. Halda áfram að lesa
Undarlegur dómur
Smugan greinir frá því að í Oslo hafi nauðgunardómur verið mildaður vegna heyrnarleysis nauðgarans.
Það er bara ein lausn á þessu vandamáli, að taka upp alþjóðlegt tákn um að nauðgun sé afþökkuð og tattóvera það á ennið á öllum konum. Auðvitað kæmi til greina að kenna öllum konum að segja nei á táknmáli en þar sem getur verið erfitt um vik að nota táknmál rétt á meðan einhver er að draga mann inn í húsasund, dugar sú aðferð ekki.
Annars vekur þetta líka spurningar um það hvort útlendingar eigi ekki að fá refsiafslátt. Hvað ef nauðgarinn kann ekki orð í Norðurlandamálum eða ensku, er þá nokkuð hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því hvað konan á við þegar hún gargar, lemur frá sér, berst um, grætur, biður, lippast niður eða frýs af skelfingu?