Undarleg rök í Landsdómsmálinu

Bíddu nú við! Var búinn til einhver fjögurra manna pakki? Ég hélt að það hefði bara verið ákveðið að ákæra hvern fyrir sig, rétt eins og þegar annað fólk er dregið fyrir dóm sem einstaklingar. Eins ömurlegt og það er að hin skuli sleppa sé ekki að það séu rök í málinu. Hinsvegar er ekki í lagi að breyta lögum eftir að ákveðið hefur verið að ákæra mann.

Vegna Landsdómsmálsins

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/250854238318801

Það er með ólíkindum að innanríksráðherra vilji að Alþingi skipti sér af dómsmálum en það er margt sjúkt og rangt við Landsdómsmálið engu að síður.

Ég er ósammála Ögmundi um að það hafi verið rangt að ákæra Geir. Hinsvegar er það alveg rétt hjá honum að þetta lyktar allt saman af pólitík og það er reginhneyksli að enginn úr Samfylkingunni þurfi að sæta ábyrgð. Stóra málið hér er svo aftur það að ákærandinn í málinu (Alþingi) breytir lögunum eftir að ákveðið hefur verið að gefa út ákæru. Ég hef takmarkaða samúð með Geir en ef þetta er í lagi, hver verður þá fyrir því næst? Við getum ekki rekið réttarkerfi sem virkar á þennan hátt fyrir skúrkana en allt annan hátt fyrir vini okkar.

Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á. Halda áfram að lesa

Fyrir þá sem ekki eru á fb

Á facebook gengur nú bréf sem varðar mál Mohammeds Lo og mér finnst rétt að nái einnig til þeirra sem ekki eru þar.

Þeir sem hafa áhuga á að liðsinna Mohammed Lo, eru hvattir til að skrifa yfirvöldum. Skrifið t.d. Útlendingastofnun utl@utl.is Innanríkisráðherra ogmundur.jonasson@irr.is eða aðstoðarmanni Innanríkisráðherra halla.gunnarsdottir@irr.is.

Þeir sem ekki hafa tíma til að skrifa eða eiga erfitt með að stíla bréf, geta nýtt sér bréf sem Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði og er svo elskulegur að leyfa frjáls afnot af.

Ég birti bréfið hér fyrir þá sem ekki eru á fb og bið ykkur um að dreifa því sem víðast.

 

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Ögmundar

Sæll Ögmundur

Nú eru liðnir 2 mánuðir frá því að við ræddum saman um mál Mouhameds Lo og enn hef ég ekki fengið vísbendingu um að neitt sé að gerast í því máli frá þinni hlið. Mouhamed er auðvitað löngu orðinn þreyttur á biðinni en nú eru fleiri en hann farnir að undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að leiðrétta mannréttindabrot. Halda áfram að lesa