Þar sem nokkir frábærir andfemínistar komu til tals bendi ég á tenglasafnið mitt. Smelltu á myndina efst á síðunni og þá sérðu dálk með tenglum á vefi myndbönd o.fl. hægra megin.
Umræðan um Gillz
Umræðan um Gillz er komin út í meiri steypu en ég hefði getað ímyndað mér. Þessi gaur er ekki pólitískur frekar en ég fitness frík. Hann kallaði alla sem fóru í taugarnar á honum rasshausa, það hafði ekkert með póitík eða mótmæli að gera. Allir sem hafa lesið innganginn að þessum alræmda subbupistli hans sjá að þetta var skelfilega lélegt grín en ekki hótanir. Nú er allt í einu búið að spyrða hann við mótmæli, ýmist sem hvatamann þeirra eða andstæðing. Þetta er eiginlega of fráleitt til þess að maður trúi því að fólk sem vill láta líta á sig sem marktækt láti svona steypu frá sér.
Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki
Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.) Halda áfram að lesa
Engin bókakaup
Ég hef ekki þurft að kaupa eina einustu námsbók þessa önn. Bókasafnið hér er frábært og kennarar ekki að hamast við að reyna að græða á nemendum. Allar greinar sem ég hef lesið hingað til er hægt að fá á rafrænu formi í gegnum bókasafnið. Í mörgum tilvikum er hægt að hlaða greininni niður. Halda áfram að lesa
Stjórnmálakonur stíga fram
Stjórnmálakonur krefjast þess að allir karlar taki ábyrgð á kynferðisofbeldi og áreitni. Mannkynið skiptist semsagt í tvo hópa; konur, sem eiga undir öllum kringumstæðum ægilega bágt, og karla, sem bera ábyrgð á öllum þessum bágindum kvenna. Ætli það þætti viðeigandi að karlar krefðust þess að allar konur tækju ábyrgð á umgengnistálmunum? Ekki fylgir kröfunni nein lýsing á því hvernig þeir eigi að taka ábyrgð en hinsvegar fylgja nokkrar reynslusögur af slíku „ofbeldi“. Halda áfram að lesa