Rún dagsins er Björk

Björk er lítið harðgert tré sem stendur af sér öll áföll. Hún er gæfurún, felur í senn í sér vernd og sköpunarkraft og hentar vel í hverskyns töfragripi til happs og verndar.

Ef Björk kemur upp ein í rúnalestri táknar hún að spyrjandinn hefur góða aðlögunarhæfileika. Hann mun komast í gegnum erfiðleika án þess að bugast. Hann hefur sérstaka getu til að snúa aðstæðum sér í hag og nýta veikustu hliðar sínar til góðs. Framundan er enginn frítími en spyrjandinn mun blómstra í þeim verkefnum sem hann fæst við og njóta þess að þroska hæfileika sína, hvort heldur er veraldlega eða andlega.

Deila færslunni

Share to Facebook