Rún dagsins er Týr

Týr eða Tír er stríðsrúnin, tákn árásar, öryggis, frumkvæðis og brautruðnings. Í galdri er hún notuð þegar nornin þarf að efla hugrekki sitt til þess að takast á við nýjar aðstæður þar sem hætta getur steðjað að eða þar sem þarf að ýta hindrunum úr vegi með áhlaupi fremur en að mjaka hlutunum í rétta átt á löngum tíma.

Í rúnalestri táknar Týr herforingjann sem bíður ekki eftir að óvinurinn geri áhlaup heldur heggur um leið og ástæða gefst. Týr getur falið í sér viðvörun um hvatvísi ef Reið, Jór eða Maður koma upp með henni. Ef Þurs eða Nauð koma upp næst Tý táknar það tilgangslaust stríð.

Deila færslunni

Share to Facebook