Rún dagsins er Sunna


Sunna, sólarrúnin, er sigurrún. Hún táknar sjálfstraust og sigurvissu, gott árferði, öryggi, persónutöfra og leiðtogahæfileika. Í galdri er hún notuð til að tryggja sigur í hverskyns baráttu.

Í rúnalestri táknar Sunna að spyrjandanum sé óhætt að taka áhættu og að bjartsýni og áræðni muni á næstunni duga honum betur en varkárni og tortryggni. Ef hann sýnir dirfsku og metnað getur hann aukið vinsældir sínar og velgengni til muna. Óvinir hans munu í flestum tilvikum leggja á flótta, en ef ekki fer hann með sigur af hólmi svo fremi sem hann nýtir herkænsku sína og  leiðtogahæfileika til fullnustu.

Deila færslunni

Share to Facebook