Sörubakstur

Námskerling (ég er víst orðin of gömul til að flokkast með námsmeyjum) verður að taka aðventuna snemma til að fara ekki yfir um 5 dögum fyrir alræmduna. Ég skellti í sörur af því tilefni.

Í fyrra notaði ég uppskrift Mörthu Stewart. Tók hálfan dag í verkið, fór nánast á límingunum af stressi og eldhúsið var eins og Hulla systir mín hefði verið að verki með þrjú smábörn og hund að þvælast fyrir sér. Núna notaði ég ekki uppskrift og þreif íbúðina á meðan botnarnir voru að bakast og kremið að stífna. Þrír klukkutímar, hreint eldhús og þótt kökurnar séu ekki augnayndi eru þær ekkert ljótari en í fyrra og bragðið er fullkomið.

Niðurstaða:
A Sumt fólk á ekki að reyna að nota uppskrift.
B: Marta Stewart getur troðið uppskriftinni upp í framsóknarflokkinn á sér.

Deila færslunni

Share to Facebook