Mér finnst alltaf dálítið súrt að þurfa að éta fullyrðingar mínar ofan í mig en þar sem ég vil ekki hafa það á samviskunni að eyðileggja aðventuna fyrir einhverjum tilkynnist hér með:
Það er rangt, sem ég sagði fyrir ca 10 dögum að Söru Bernhardtskökur séu ofmetnar. Það er Martha Stewart sem er ofmetin. Látið ekki hina satanísku uppskrift þessa útsendara eldhússdjöfulsins villa um fyrir ykkur. Þetta er ekkert mál, ég endurtek, ekkert mál, og ekkert svo tímafrekt heldur.