Fyrirsagnahöfundur Mannlífs hefur gert sig sekan um einstaklega óvönduð vinnubrögð með villandi fyrirsögn sem er til þess fallin að valda regin misskilningi um efni pistils sem birtist á Vísi í gær.

Þá hefur blaðamaðurinn birt hluta af pistlinum óbreyttan en sleppt því að geta í nokkru um niðurstöðu höfundar. „Umfjöllunin“ er því ekki aðeins ómerkileg og óvönduð klippivinna án nokkurrar úrvinnslu heldur einnig villandi.

Eva Hauksdóttir, höfundur pistilsins, hyggst ekki verja tíma sínum og orku í að stefna Mannlífi fyrir ærumeiðandi fyrisögn sem gefur tilefni til þeirrar túlkunar að hún sé dólgafemínisti og fjandmaður réttarríkisins, en lætur nægja að lýsa fyrirlitningu sinni á þessum vinnubrögðum, a.m.k. í bili.