Sú undarlega staða er nú uppi að enginn kemst upp með hafa meiningar um mörk tjáningarfrelsis og æruverndar nema vera um leið krafinn um afstöðu sína til óstaðfestra frásagna af þreifingum einhverra tónlistarmanna undir pils og ofan í brækur. Sorrý, en þeir sem ekki voru viðstaddir umræddar þreifingar, dónaskap, misgjörðir, stórglæpi eða hvað það er sem sögur herma, eru bara ekki í neinni aðstöðu til þess að trúa þeim, draga þær í efa eða hafna þeim.
Eitt er að taka afstöðu með ástvinum sínum, það gerum við flest af þvi að þannig virka kærleikstengsl. En krafan um að mér eða þér beri siðferðisleg skylda til taka afstöðu með eða móti frásögnum ókunnugs fólks af atburðum sem við vitum ekkert um, það er bara frekjustjórnun.
Mynd: Andrey Popov, Dreamstime