Sögnin að valda virðist vefjast fyrir mörgum þessi árin. Þannig er algengt að fólk tali um að eitthvað „hafi ollið“ tilteknu ástandi.

Sögnin beygist þannig: valda – olli – ollum – valdið.

Kórónufaraldur geisar. Veiran veldur sjúkdómnum – í nútið.
Tryggvi varð veikur – það var kórónuveiran sem olli sjúkdómnum – í þátíð.
Faraldurinn hefur valdið ýmiskonar vandræðum – í lýsingarhætti þátíðar.

Veiran hefur ekki „ollið“ neinu, því síður hefur hún „ollað“ neinu.
Hún „ulli“ ekki sjúkdómnum heldur olli honum. Hún hefur svo aftur valdið ýmsum öðrum leiðindum.

Ef sögnin að hafa er notuð með sögninni að valda þá er að öllum líkindum um lýsingarhátt þátíðar að ræða en ekki venjulega þátíð og þá notum við ekki orðmyndina olli heldur valdið.


Þessu tengt: