Lík ungbarns, vafið inn í baðhandklæði, fannst í endurvinnslustöð í Bradford í Vestur Yorkshire á fimmtudag.

The Independent hefur eftir lögreglu á staðnum að á handklæðinu sé mynd af Fuerteventura, einni Kanarí-eyjanna, hún sýni gult kort á fjólubláum grunni. Myndin, sem sýnir einnig fiska, sæhesta og pálmatré, gæti komið að notum við leitina að móður barnsins. Ekkert er vitað um hana ennþá en líklegt er talið að hún sé frá Bradford eða nágrenni þar sem líkið fannst á því svæði.

Svipað atvik uppgötvaðist í maí síðastliðnum þegar nýfætt meybarn fannst látið í endurvinnslustöð í Suffolk. Að sögn lögreglu er ekki vitað um dánarorsök. Móðir þess barns hefur ekki fundist enda þótt lögreglan hafi gefið út yfirlýsingu um að hún sé „ekki í klípu“ (not in trouble) – hvað sem það nú merkir.

Yfirljósmóðir Bradford, Sara Hollins, hefur lýst því yfir að forgangsverkefni heilbrigðisyfirvalda í Bradford sé að veita móðurinni viðeigandi meðferð og stuðning. Vonandi sýna bresk yfirvöld framvegis samskonar skilning og áhuga á velferð feðra sem meðhöndla lík barna sinna eins og sorp, mögulega eftir að hafa myrt þau?

Þessu tengt: