Fyrir um 10 árum vöknuðu götumellur í Stokkhólmi upp við langþráðan draum. Þær þurftu ekki lengur að mæta í vinnuna. Vændiskaup höfðu verið gerð ólögleg og allir fantarnir sem áður höfðu keypt þjónustu þeirra voru farnir heim að runka sér. Hórunar æptu af gleði. Loksins, loksins voru þær frjálsar.

Og hórurnar slitu heróínsprauturnar úr handleggjum sínum, söfnuðu saman klinki og skutu þannig saman í blómvönd handa sænska feministafélaginu, fengu heiðarleg láglaunastörf við að þrífa skítinn undan bjargvættum sínum og öðrum góðborgurum og skrimtu hamingjusamar á hungurriminni upp frá því. Í dag ríða þær eingöngu í sjálfboðavinnu enda dettur ekki nokkrum manni í hug að fara illa með þær fyrst þeir þurfa ekki lengur að borga. Já svona er nú reynsla Svía af glæpvæðingu vændiskaupa.

Eða ekki.

Um daginn var mér bent á að kynna mér opinbera skýrslu um reynsluna af sænsku leiðinni. Skýrslan ber það með sér að tilgangur hennar sé sá að sýna fram á að lögin séu góð, fremur en að gefa hlutlæga mynd af reynslunni. Þetta sést m.a. á orðfarinu sem notað er. Ekki er reiknað með þeim möguleika að fólk í kynlífsþjónustu hafi sjálfstæðan vilja og hafi tekið upplýsta ákvörðun um að leggja þessi störf fyrir sig heldur er talað um fólk sem “leiðist út í” vændi eða “sætir” vændi en það eru einmitt þessar hugmyndir sem búa að baki lögunum.

…människor som är eller riskerar att bli indragna i prostitution och andra former av sexuellt utnyttjande.

Gleðilegasta niðurstaða skýrslunnar er sú að ekkert sérstakt bendir til þess að glæpvæðingin hafi haft meira ofbeldi í för með sér. Fyrir gildistöku glæpvæðingarlaganna höfðu sænskar hórur áhyggjur af því að bann við kynlífskaupum yrði til þess að fæla frá æskilegustu viðskiptavinina. Þær reiknuðu hinsvegar ekki með því að þau hefðu fælingarmátt gagnvart ofbeldsmönnum sem skeyta almennt litlu um lög hvort sem er. Sömu áhyggjur komu upp í Noregi en vitanlega tóku norskir bjargvættir ekkert tillit til þess frekar en kollegar þeirra í Svíþjóð.

Rannsókn frá Bergen leiðir í ljós sömu niðurstöðu og sænska rannsóknin,; konurnar eru að vísu óöruggari og hræddari en fyrir glæpvæðinguna en hlutfallslega hefur ofbeldisákærum ekki fjölgað. Þótt ofbeldisákærum hafi ekki fjölgað, styðja þessar rannsóknir engan veginn þá kenningu að lögin hafi góðar afleiðingar fyrir fólkið sem sem þau eiga að vernda (sama fólk og barðist gegn þeim, er hundóánægt með þau og vill afnema þau.) Kannski styðja þessar niðurstöður bara það sem mig hefur lengi grunað, að karlmenn leiti til vændiskvenna til þess að fá útrás fyrir kynhvöt sína en ekki hina alræmdu karlmannlegu ofbeldishneigð. Kannski er þetta líka til marks um að jafnvel hinir prúðustu menn láti lögin ekki stöðva sig í því að leita sér kynlífsþjónustu. Vandséð er af þessari skýrslu hvað á að hafa “áunnist ” með glæpvæðingu vændiskaupa. Markmiðið var að draga úr eftirspurn og uppræta þannig vændi en í skýrlsunni kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvort lögin hafi haft áhrif á umfang vændis í Svíþjóð.

Slutsatsen är att det är svårt att se någon klar linje när det gäller förändringen och rapporten ger inte något entydigt svar på frågan om prostitutionens omfattning har ökat eller minskat.

Það er heldur ekkert vitað um áhrif laganna á mansal.

I 2007 års rapport avstod Rikskriminalpolisen från att presentera några siffror och pekade särskilt på att antalet domar från år till år i sig inte kan ligga till grund för att konstatera ökningar eller minskningar av människohandel eller koppleriverksamhet. Sådana uppgifter, menade man, visar mer på vilka prioriteringar polisen gör, vilka resurser man har och hur problembilden ser ut i olika delar av landet. Även i Rikskriminalpolisens senaste rapport sägs att det är svårt att uppskatta hur många som kan ha varit offer för människohandel i Sverige under åren 2007 och 2008.

Ekki nóg með það, heldur er engin leið að komast að því hvaða áhrif lögin hafa haft, ef nokkur á aðra flokka kynlífsþjónustu en götuvændi.

När det gäller sådan inomhusprostitution där kontakterna tas t.ex. på restauranger, hotell, sexklubbar, eller massageinstitut är kunskapen om i vilken omfattning den förekommer begränsad. Några närmare undersökningar eller studier har såvitt vi kunnat finna inte heller genomförts beträffande dessa former av prostitution under de senaste tio åren.

Svíar vita semsagt ekki rassgat um áhrif glæpvæðingarinnar en þó má reikna með að færri farandvændiskonur hafi komið til Svíþjóðar eftir gildistöku laganna.

Þessi umfangsmikla rannsókn sem nær til 150 landa, staðfestir það sem rökréttast er að álykta; lögleiðing eykur umfang vændis og þar með umfang “human trafficking” (sem er ekki það sama og mansal.) Hinsvegar virðast lögin ekki hafa nein áhrif á hlutfall útlendinga í vændi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flutningur vændiskvenna til ríkra landa er mun vinsælli en til fátækra landa. Það að pólsk kona kjósi frekar að vinna við vændi í Þýskalandi en í Súdan, skýrist t.d. ekki aðeins af hinni frjálslegu löggjöf Þjóðverja heldur ekki síður af því að lífskjör í þessum löndum eru engan veginn sambærileg. Glæpvæðing vændiskaupa dregur ekki úr flutningi vændisfólksfólks (viljugs eða nauðugs) á milli landa en við getum sennilega státað af þeim vafasama heiðri að hafa lokað leiðum til ríkra landa fyrir farandvændiskonum.

En það skiptir engu máli því þegar allt kemur til alls snúast þessi lög ekki um hagsmuni vændiskvenna heldur siðferði, pólitíska rétthugsun og trúarbrögð femnista. Þetta má t.d. ráða af hinu fullkomna skeytingarleysi sem þessum konum er sýnt þegar þær reyna að koma sjónarmiðum sínum áleiðis. Ekki er hlustað á kambódískar vændiskonur sem heyja sína baráttu gegn lögum sem banna “human trafficking” undir slagorðinu “save us from our saviours

Þessar kambódísku vændiskonur hafa ekki áhyggjur af “mansali.” Þær vilja fá frið fyrir bjargvættum sínum og hjálp heiðarlegra melludólga til að komast til Vesturlanda og vinna við mannúðlegri aðstæður og hærri laun.

Þolendur björgunaraðgerða (meint fórnarlömb mansals sem voru send nauðug heim til Thailands eða sneru þangað aftur eftir að þeim var gert ókleift að framfleyta sér annarsstaðar) unnu þetta veggspjald í von um að koma bjargvættum sínum í skilning um að til að hjálpa fólki er nauðsynlegt að hlusta á það. Skilaboðin eru þessi:

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

• We lose our savings and our belongings.
• We are locked up.
• We are interrogated by many people.
• They force us to be witnesses.
• We are held until the court case.
• We are held till deportation.
• We are forced re-training.
• We are not given compensation by anybody.
• Our family must borrow money to survive while we wait.
• Our family is in a panic.
• We are anxious for our family.
• Strangers visit our village telling people about us.
• The village and the soldiers cause our family problems.
• Our family has to pay ‘fines’ or bribes to the soldiers.
• We are sent home. • Military abuses and no work continues at home.
• My family has a debt.
• We must find a way back to Thailand to start again.

Litla athygli veita bjargvættirnar ákalli þeirra fátæku kvenna sem sjá vændi sem leið, yfirleitt einu leiðina sem konur eiga kost á, til þess að komast út úr örbirgðinni. Þeir sem á annað borð viðukenna að til sé fólk sem stundar vændi á eigin forsendum, halda því yfirleitt fram að einu stuðningsmenn lögleiðingar séu illa innrættir vændiskúnnar og millistéttarhórur sem sé slétt sama um eymd og þrælahald. Trúarjátning feminista “engin kona velur sér vændi sjálfviljug” skal standa hvað sem raular og tautar.

Hið rétta er þó að samkvæmt þessari ágætu skýrslu hefur minnihluti þeirra sem vinna við kynlífsþjónustu áhuga á að hætta, 67% kvennanna sögðust hafa farið út í þetta aðallega vegna forvitni (þessi ástæða á þó aðeins við um þær sem vinna innandyra) og aðeins í 6% tilvika er vond reynsla gefin upp sem ástæða fyrir síðustu pásu. Þegar nánar er að gáð, verður ekki betur séð en að mannúðarþáttur glæpvæðingarinnar sé frekar vafasamur. Þannig fagnar sænska skýrslan banni við vændiskaupum með þeim rökum að götuvændi sé ekki eins áberandi og fyrir gildistöku laganna, ásamt því að leggja til harðari refsingar við vændiskaupum enda þótt Svíar viti mæta vel að þyngd refsingar hefur sáralítil ef nokkur áhrif á líkur þess að menn brjóti af sér.

Það sem sænska skýrslan svarar ekki og það sem enginn virðist hafa neinar áhyggjur af er svo aftur spurningin; hvar eru þær konur í dag sem áður stunduðu götuvændi í Svíþjóð? Af einhverjum ástæðum sem varla tengjast mannréttindasjónarmiðum, virðist það ekki vera neitt áhyggjuefni, hvað varð um hórurnar. Aðalmáli er að þessar druslur eru ekki lengur áberandi á götum stórborga.