Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega.

Þvagleggur sýslumaður hefur nefnilega útskýrt þá ákvörðun sína að láta barnaníðing ganga lausan, þrátt fyrir gögn sem renndu sterkum stoðum undir sekt hans. Hann var semsagt að vernda þolandann gegn fjölmiðlafári.

Mikið er nú gott til þess að vita að Þvagleggur sýslumaður beri nógu mikla umhyggju fyrir fórnarlömbum kynferðisglæpamanna til að vernda þau gegn árásum fjölmiðla á glæpamenn. Ég þekki nokkrar fjölskyldur á verndarsvæði Þvagleggs, og er af hjarta fegin að vita öryggi þeirra tryggt á svo nýstárlegan og traustvekjandi máta.

Þvagleggur yfirfærir væntanlega þessa verndarstefnu sína á brotaþola í öðrum málaflokkum líka og verndar þannig þolendur auðgunarbrota gegn því að fjölmiðlar fjalli um þjófnaðinn og ríkið sjálft gegn því að fjölmiðlar fjalli um fíkniefnabrot, að sjálfsögðu með þeirri frumlegu aðferð að að láta þjófa og dópsala ganga lausa.

Þessu tengt: