Vilhjálmur bullar og fjölmiðlar lepja upp

Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra „Samtaka Atvinnulífsins“, líst illa á þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins.  Það er skiljanlegt, því hann hefur tekið að sér að vera sérstakur talsmaður þeirra sem vilja halda áfram að ausa ofurgróða í eigin vasa úr þeirri fiskveiðiauðlind sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill nú taka til sín aftur, eftir slæma reynslu síðustu ára. Halda áfram að lesa

Þorsteinn Már — græðgin og reiðin

Þorsteinn Már Baldvinsson varð milljarðamæringur á kvótakerfinu, í boði þjóðarinnar. Hann var stjórnarformaður Glitnis í hálft ár áður en bankinn var yfirtekinn af ríkinu, og starfsemi þess banka kostaði þjóðina tugi eða hundruð milljarða, ekki síst vegna þeirra blekkinga og svika sem stunduð voru á meðan Þorsteinn bar ábyrgð á bankanum. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðin ekki sýnt honum sérlega mikla reiði. Halda áfram að lesa