Georg Bjarnfreðarson og OR-skýrslan

borgarstjori,
Kristín

Sæl Kristín

Takk fyrir póstinn.  Ég er svolítið svekktur yfir því að Georg skuli hafa tekist að læsa Jón inni á klósetti og láta svo starfsmann á plani senda mér „svar“ með engum viðbrögðum við því sem ég var að reyna að benda á, heldur bara úrklippu úr afsökunarsafninu sem hann lærði utanað í fimmta meistaranáminu.  Öllum sem hafa fylgst með afstöðu Georgs Bjarnfreðarsonar til lífs og starfs ætti að vera ljóst að það er ekki viðunandi framkoma sem hér er lýst varðandi afhendingu skýrslunnar.Það er alveg sérstaklega nöturlegt að Georg skuli hafa pínt þig til að tala um að niðurstöðurnar verði kynntar „eigendum“ fyrst, en almenningi miklu síðar. Eigendur Orkuveitunnar eru almenningur.  Þessi þarna sami almenningur og hefur þurft, og mun þurfa í mörg ár enn, að borga dýru verði klúðrið og spillinguna sem er rót þess að verið er að skrifa umrædda skýrslu.

Halda áfram að lesa