Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ætlar að stjórna rannsókn sem fram fer á vegum Félagsvísindastofnunar skólans, þar sem á að meta „erlenda áhrifaþætti“ bankahrunsins 2008. Hannes er náinn vinur og pólitískur samherji ýmissa þeirra sem léku stór hlutverk í hruninu, svo sem Davíðs Oddssonar sem þá var seðlabankastjóri og tók sem slíkur ýmsar mikilvægar og umdeildar ákvarðanir, sem sumar tengdust erlendum aðilum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Hannes Hólmsteinn
Kona í opinberri stöðu níðir karl
[Að gefnu tilefni (vond umræðuhefð) er rétt að taka fram að ég er hér ekki að lýsa yfir stuðningi við neitt af því sem Hannes Hólmsteinn hefur nokkurn tíma sagt.]
Í frétt í Vísi í dag, þar sem fjallað er um ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, er eftirfarandi haft eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, sem rætt var við sem framkvæmdastýru Jafnréttisstofu: