Vilhjálmur Þorsteinsson og Gamla Ísland

Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði bloggpistil í gær um niðurfærslu lána, þar sem hann kemst í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að fara í neinar róttækar aðgerðir, en leggur til mildari aðgerðir á lengri tíma. Þetta er ágætis pistill að því leyti að Vilhjálmur færir ítarleg rök og gögn fyrir máli sínu, og því er þetta gott innlegg í málefnalega umræðu (þótt sjálfsagt verði margir til að gera athugasemdir við ýmsar staðhæfingar Vilhjálms). Halda áfram að lesa