Í frétt í DV í gær var sagt frá því að Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskóla, hefði lagst gegn því að tveir tilteknir skemmtikraftar kæmu fram sem plötusnúðar á nýnemaballi skólans. Svona útskýrir Magnús þessi ástæðuna: Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Ýmislegt
Frekja að vilja fatla umræðuna
Sögnin að fatlast hefur nokkrar merkingar, þar á meðal að forfallast (fatlast frá verki) og að skaðast eða meiðast. Það er væntanlega það sem Vigdís Finnbogadóttir átti við þegar hún sagði að RÚV hefði fatlast svolítið. Að orðið þýði líka að missa einhverja hæfni sem venjuleg er meðal fólks gerir ekki að verkum að orðið geti ekki lengur haft hinar merkingarnar, auk þess sem það getur með engu móti verið niðrandi fyrir fatlað fólk að talað sé um að stofnanir fatlist.
Að mismuna börnum
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu í gær.
———————————————————————
Að mismuna börnum
Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Halda áfram að lesa
Apar í búri og aðrir á lausagangi
Í gær sagði ég örlítið, á Facebook, frá samskiptum mínum við Vodafone á Íslandi í framhaldi af kvörtunum mínum vegna viðskiptahátta fyrirtækisins (breytinga á skilmálum og framkomu fyrirtækisins í sambandi við það). Einn Facebook-vinur minn, sem hafði svipaða reynslu, sagði að fyrirtæki af þessu tagi væru yfirleitt með það sem hann kallaði „apa í búri“ til að fást við óánægða viðskiptavini. Þetta er fyrirbæri sem ég hef oft rekið mig á, þótt mér hafi aldrei dottið í hug þessi snilldarlega lýsing.
Sighvatur Björgvinsson, fæddur 1942
Skoðið sérstaklega hreyfimyndina fyrir neðan fyrstu tvær myndirnar:
http://www.actuary.is/hagur/netto-eignir-og-skuldir-kynsloda/