Vísur handa harmarunkurum

Mér hefur ástin aldrei fært
annað en sorg og kvíða
þjáð mig og kvalið, svikið, sært
og samt er ég enn að bíða.

Stundargleði gefa víst
greyin rétt á meðan
en þegar ég áföll þoli síst
þjóta þeir aftur héðan.

Einatt þann ég elska mest
sem á það síðast skilið
og finn svo annað fyrir rest
fífl, að brúa bilið.

Víst þú kæri kenndir mér
hverjum helst má treysta.
En hversu væn sem verð ég þér
þá vantar þennan neista.