“Við vorum nú ekki í skóla nema fram að sauðburði”

Óttalega þykja mér það heimskuleg rök með skerðingu framhaldsnáms að þrátt fyrir færri kennslustundir í grunnskólum hafi mín kynslóð og þær sem á undan komu, samt sem áður komist til manns.

Faðir minn lauk sinni skólagöngu um 12 ára aldur og komst þó til manns. Ekki af því að kennslan í barnaskólanum hans hafi verið svo frábær, heldur þrátt fyrir hana. Ég leyfi mér að fullyrða að þótt pabbi hafi ekki efast um eigin manndóm, hvarflaði aldrei að honum að taka okkur systurnar úr skóla og senda okkur á sjóinn áður en við urðum mannbærar.

Þar fyrir utan sé ég ekkert sérstakt sem bendir til þess að íslenskur almúgi sé svo vel að sér að ástæða sé til að fara varlega í frekari uppfræðslu.